Orlando
New Orleans
Memphis
Nashville
St. Augustine
Daytona Beach
Kennedy Space Center
ORLANDO OG MÚSÍKHEFÐIR SUÐURRÍKJANNA
15 dagar
/
14 nætur
·
Verð frá
359000
Brottför
Orlando, Florida
Heimkoma
Orlando, Florida
Í þessari 15 daga ferð er keyrt um suðurríkin þar sem mikil músikhefð ræður ríkjum. Það er ógleymanlegt að þvælast um New Orleans þar sem blúsinn er á hverju götuhorni. Einn af hápunktum ferðarinnar er að heimsækja Nashville sem oft er kölluð "The Music City" og að heimsækja Graceland, sem var heimili Elvis Presley en þar er skemmtilegt safn um rókkkónginn.
Eftir þessa skemmtilegu ferð um suðurríkin er gott að njóta sólarinnar í Orlando áður en haldið er heim á leið.
Athugið að vegna ólíkra óska með farkost seljum við ferðina án bílaleigubíls.
Ef þið eruð ein á ferð eða fleiri en tveir þá endilega hafið samband við okkur og við aðlögum verðið. Það geta allt að fjórir einstaklingar gist í hergbergi sem er með tveimur tvíbreiðum rúmum. Athugið samt að rúmin eru oft ekki eins breið og við eigum að venjast.
Innifalið
+ Flogið er í beinu flugi Icelandair til og frá Orlando
+ Gisting í tveggja manna herbergi á sérvöldum hótelum
+ Bílaleigubíll að eigin vali frá Enterprise eða Alamo Car Rental
+ App á vefsíðu með stafrænni leiðarlýsingu, hótelum og áhugaverðum stöðum sent rafrænt 4-6 vikum fyrir brottför
+ Þjónustunúmer sem hægt er að hringja í allan sólarhringinn
Ekki innifalið
+ Matur er ekki innifalinn á hótelum
Ferðaskipulag
Dagur 1
KEFLAVÍK -> ORLANDO
Flogið er beint til Orando með Icelandair og lent um kvöldmatarleytið. Náð er í bílinn í afgreiðslu bílaleigunnar á MCO flugvellinum og haldið til hótelsins.
Dagur 2
ORLANDO
Það leiðist engum í sólarparadísinni Orlando. Stærstu og flottustu skemmtigarðar í heimi eru á hverju strái. Garðar eins og Walt Disney World, Universal Studios og SeaWorld eru gríðarlega vinsælir fyrir fólk á öllum aldri. Því er ekki að undra að um 74 milljónir manna heimsækja draumastaðinn Orlando á ári hverju. Gott er einnig að slaka á og njóta hitans og sólarinnar við sundlaugarbakkann og gera vel við sig í mat og drykk.
Dagur 3
ORLANDO -> OCALA -> SILVER SPRINGS -> TALLAHASSEE
Í dag er keyrt í suðvestur og byrjað á að heimsækja sveitaþorpið Ocala sem segja má að sé tákn gamalla tíma frá þessum slóðum. Síðan er keyrt til Silver Springs en þar er m.a. hægt að fara út á bát með glerbotni og skoða kristaltærar lindir sem eru þar í tugatali. Eftir það er ekið vestur til Tallahassee sem er höfuðborg Flórídaríkis en þar búa einungis um 200 þús manns. Akstursvegalengd: 453 KM
Dagur 4
TALLAHASSEE -> APALACHICOLA -> EMERALD COAST -> PENSACOLA
Ekið er meðfram ströndum Mexíkóflóa og til Apalachicola sem oft er nefnt "Ostruþorpið". Á þessu svæði má finna litrík suðræn heimili og vel geymt dýralíf sem fær að njóta sín. Ekið er svo um hina fallegu Emerald strönd sem líta út eins og póstkort. Þegar komið til Pensacola er gaman að rölta um hið sögulega hverfi í Sevilla. Akstursvegalengd: 328 KM
Dagur 5
PENSACOLA -> MOBILE -> NEW ORLEANS
Ekið er til borgarinnar Alabama sem Frakkar stofnuðu fyrir næstum 300 árum. Borgin er enn í dag sambland af glæsilegri evrópskri menningu og heillandi anda Suðurríkjanna. Ekið er síðan áfram til New Orleans þar sem gaman er að upplifa einstakt andrúmsloft þessarar borgar að kvöldlagi, þar sem angan af sterkri Cajun matargerð espir upp skynfærin og hljómar blús og djass fylla Franska hverfið lífi. Akstursvegalengd: 322 KM
Dagur 6
NEW ORLEANS
Í dag er aksturinn hvíldur og lystisemda New Orleans notið í botn. Borgin er oft nefnd "The big Easy" sem endurspeglar afslappaða tónlistar- og hátíðarstemningu borgarinnar og lifandi tónlist sem hljómar á hverju götuhorni.
Dagur 7
NEW ORLEANS -> NATCHEZ -> VICKSBURG
Keyrt er meðfram Mississippi ánni í gegnum Baton Rouge til Mississippi fylkis. Keyrt er í gengum borgina Natchez, þar sem Natchez-indjánar bjuggu upphaflega, áður en komið er til Vicksburg þar sem gist er. Akstursvegalengd: 400 KM
Dagur 8
VICKSBURG -> MEMPHIS
Í dag er ekið er frá Vicksburg til Memphis sem oft er kölluð "heimilis blúsins". Þessi borg sameinar sjarma gömlu Suðurríkjanna og þann hraða sem einkennir nútíma stórborgir. Gaman er að fara um miðbæ Memphis og hið fræga Beale Street. Enginn má svo missa af því að heimsækja hið tignarlega heimili Elvis Presley, Graceland, þar sem gaman er að skoða safn þessa merka tónlistarmanns. Akstursvegalengd: 407 KM
Dagur 9
MEMPHIS -> NASHVILLE
Keyrt er frá Memphis og til höfuðborgar sveitatónlistarinnar, Nashville. Þar má meðal annars finna "Country music Hall of Fame" og hið heimsfræga Printer´s Alley þar sem blúsinn heyrist á hverju götuhorni. Akstursvegalengd: 340 KM
Dagur 10
NASHVILLE -> GATLINBURG
Ekið er austur til Knoxville og áfram til Gatlinburg. Gatlinburg er rétt við Great Smoky Mountains þjóðgarðinn sem gaman er að skoða. Akstursvegalengd: 480 KM
Dagur 11
GATLINBURG -> GR. SMOKY MOUNT. -> CHEROKEE -> COLUMBIA -> CHARLESTON
Í dag er keyrt um hið fallega landslag "The Great Smoky Mountains" sem fræg eru fyrir áberandi bláa þoku sem hylur fjöllin. Svo er ekið í gegnum byggðir Cherokee Indjánanna á leiðinni til Kólumbíu. Hin fallega Kólumbía er höfuðborg Maury fylkisins og hún er m.a. fræg fyrir "Mule Day" hátíðina sem haldin er á hverju ári til heiðurs múlösnum. Síðdegis er svo keyrt til hins sögufræga Charleston borgar sem er byggð fyrir gangandi fólk. Gaman er að ganga í rólegheitunum um hverfið og virða fyrir sér hinn gamla arkitektúr sem einkennir hverfið. Akstursvegalengd: 429 KM
Dagur 12
CHARLESTON -> SAVANNAH
Eftir að hafa yfirgefið hina sögulegu borg Charleston er gaman að heimsækja "Magnolia Plantation and Gardens" sem mjög gaman er að heimsækja. Síðan er keyrt suður til hafnarborgarinnar Savannah í Georgiu fylki sem er m.a. þekkt fyrir 22 græn torg þar sem íbúar og gestir njóta návistar við töfrandi kirkjur, blómstrandi verslanir, söfn og söguleg hús. Í upphafi voru 24 torg en tvö fóru undir byggingar við þróun borgarinnar. Akstursvegalengd: 167 KM
Dagur 13
SAVANNAH -> JACKSONVILLE -> ST. AUGUSTINE
Í dag er ekið áfram í suður og komið aftur til sólskinsfylkisins Flórída. Gaman er að koma við í Jacksonville þar sem hægt er að röltu meðfram suðurbakka St. Johns árinnar. Síðan er ekið áfram suður til St. Augustine sem er elsti bær Norður-Ameríku. Þröngir vegir og hús byggt í spænskum stíl einkenna þennan bæ sem kenndur er við heilagan Ágústínus. Akstursvegalengd: 292 KM
Dagur 14
ST. AUGUSTINE -> DAYTONA BEACH -> KENNEDY SPACE CENTER -> ORLANDO
Gott er að leggja snemma af stað til Daytona Beach sem fræg er fyrir alls kyns akstursíþróttir frá öllum heimshornum og fjörugt strandlíf. Þaðan er ekið áfram suður til Canaveral höfða þar sem Kennedy Space Center er sem hægt er að skoða m.a. geym flaugar og safn frá geimáætlun Bandaríkjanna. Eftir að búið er að skoða geimflaugarnar er haldið aftur til Orlando. Akstursvegalengd: 269 KM
Dagur 15
ORLANDO -> KEFLAVÍK
Eftir eftirminnilega ferð um suðurríki Ameríku er bílaleigubílnum skilað á MCO flugvellinum í Orlando og flogið heim með Icelandair til Keflavíkur. Lending í Keflavík er áætluð um 6:00 morguninn eftir.