BILALEIGU STÓRBORGIR AUSTURSTRANDARINNAR
9 dagar
/
8 nætur
·
Verð frá
259000
Brottför
New York, NY
Heimkoma
New York, NY
Um ferðina
Í þessari 9 daga ferð eru stórborgirnar New York og Washington og helstu staðir og kennileiti skoðuð.
Einnig er gist við hina stórfenglegu Niagara fossa sem liggja á landamærum USA og Kanada ásamt því að kynnast því hvernig Amish fólkið býr og lifir.
Kynnið ykkur ferðaskipulagið hér að neðan þar sem fram kemur hvaða ævintýri bíða hvers dags þessarar sögufrægu ferðar.
Athugið að vegna ólíkra óska með farkost seljum við ferðina án bílaleigubíls.
Verð frá kr. 259.000 á mann án bílaleigubíls miðað við tvo fullorðna.
Við erum að handvelja góð 2-4* hótel á hverjum stað fyrir sig og pössum okkur að velja hótel sem fær góð review á Google Reviews, Trip Advisor og booking.com.
Reglan er að við sendum ykkur ekki á hótel sem við myndum ekki sjálf gista á.
Ef þið eruð ein á ferð eða fleiri en tveir þá endilega hafið samband við okkur og við aðlögum verðið. Það geta allt að fjórir einstaklingar gist í hergbergi sem er með tveimur tvíbreiðum rúmum. Athugið samt að þau eru ekki eins breið og við eigum að venjast.
Innifalið
+ Beint flug með Icelandair til og frá New York JFK
+ Gisting í tveggja manna herbergi á sérvöldum 2-4* hótelum
+ App á vefsíðu með stafrænni leiðarlýsingu, hótelum og áhugaverðum stöðum sent rafrænt 4-6 vikum fyrir brottför
+ Þjónustunúmer sem hægt er að hringja í allan sólarhringinn
Ekki Innifalið
+ Matur er ekki innifalinn á hótelum
+ Vegna ólíkra óska með farkost seljum við ferðina án bílaleigubíls en getum aðstoðað eftir þörfum
Ferðaskipulag
Dagur 1
KEFLAVÍK -> NEW YORK
Flogið er í beinu flugi Icelandair og lent á JFK flugvelli. Tekin er lest eða leigubíll á hótelið sem staðsett er í miðri Manhattan.
Dagur 2
NEW YORK
Á þessum fyrsta degi í stóra eplinu eins og New York er oft kölluð, er gaman að rölta um og njóta borgarinnar. Hægt er að fara í gönguferð um Central Park, fara á söfn, skoða á Manhattan þyrluferð, versla á Times Square eða bara skoða hið fjölbreytta mannlíf borgarinnar og borða góðan mat. Munið eftir að taka nóg af myndum!
Dagur 3
NEW YORK -> FINGER LAKES -> BUFFALO
Gott er að taka daginn snemma því fram undan er lengsta keyrsla ferðarinnar. Þið náið í bílaleigubílinn á bílaleigu sem er staðsett stutt frá hótelinu og keyrið svo yfir New York fylki í norðaustur í gegnum Finger Lakes Country í átt að landamærum Kanada. Gaman er að stoppa í vínsmökkun á Watkins Glen sem liggur við strendur Seneca-vatns, sem nefnd eftir Seneka indíánaþjóðinni. Keyrt er svo áfram til Buffalo þar sem gist er um nóttina. Akstursvegalengd: 613 KM
Dagur 4
BUFFALO -> NIAGARA FALLS -> BUFFALO
Dagurinn byrjar á því að fara í stuttan akstur til til hinna stórkostlegu Niagara fossa. Til að sjá og finna þennan ógnarkraft sem er í fossunum í návígi er hægt er að fara í siglingu við fossana í „Maid of the Mist“ eða farið yfir landamærin til Kanada og rölta meðfram Table Rock til að skoða kraftinn í vatninu við Horseshoe Falls. Gaman er að fara í hádegismat í Skylon Tower sem snýst eins og Perlan gerði á sínum tíma. Skylon Tower er um 240 metrum fyrir ofan Niagara gilið og þar er útsýnispallur þar sem hægt er að sjá yfir 13.000 KM svæði eða eins langt sem augað eigir. Keyrt er svo aftur til Buffalo og gist á sama stað og nóttina áður. Akstursvegalengd: 64 KM
Dagur 5
BUFFALO -> AMISH COUNTRY
Keyrt er frá Buffalo og farið um land sem kallast Amish Country. Segja má að hinn hægláti gamaldags lífsstíll Amish fólksins fyllir svæðið náttúrulegri fegurð. Akstursvegalengd: 241 KM
Dagur 6
AMISH COUNTRY -> GETTYSBURG -> WASHINGTON, D.C.
Í dag er ekið um Appalachian fjöll meðfram hinni ánni fögru Susquehanna sem er lengsta á austurstrandar Bandaríkjanna. Við komum svo til hinnar sögufrægu Gettysburg þar sem stærsti bardagi Suðurríkjastríðsins 1863 átti sér stað. En sá bardagi er stærsti bardagi þar sem barist hefur verið á Bandarískri grundu. Þar flutti Abraham Lincoln forseti frægt ávarp sitt árið 1863. Við höldum svo áleiðis til höfuðborgarinnar Washington, D.C., þar sem þið getið notið kvöldsins í mat og drykk. Akstursvegalengd: 431 KM
Dagur 7
WASHINGTON D.C.
Um morguninn er gaman að fara í skoðunarferð um helstu kennileiti Washington borgar. Þar er mikið að sjá og gaman að skoða m.a. Washington minnisvarðann, "Lincoln minnismerkið, Hvíta húsið og Arlington Þjóðkirkjugarðinn þar sem um 400 þúsund manns, sem dóu í Bandaríska borgarastríðinu, eru grafnir. Borgararstríðið stóð frá 1861 til 1865 og er oft kallað þrælastríðið. Einnig er þar að finna minnismerku um John F. Kennedy forseta. Hægt er að nýta það sem eftir lifir dags í einu af 11 Smithsonian söfnunum sem staðsett eru á National Mall í Washington DC. Einnig er gaman að rölta um bakka Potomac árinnar.
Dagur 8
WASHINGTON, D.C. -> PHILADELPHIA
Við höldum leið okkar áfram og kveðjum hina sögufrægu Washington borg og keyrum sem leið liggur norður til Fíladelfíu sem hefur verið nefnd „City of Brotherly Love“. Í Fíladelfíu, sem oft er kölluð fæðingarstaður Ameríku, var yfirlýsingin um Sjálfstæði Bandaríkjanna samþykkt þann 4. júlí 1776. Í Fíladelfíu er gaman að skoða t.d. Independence Hall og Liberty Bell sem og önnur kennileiti borgarinnar. Akstursvegalengd: 223 KM
Dagur 9
PHILADELPHIA -> NEW YORK -> KEFLAVÍK
Í dag er ekið aftur til New York borgar og farið beint á JFK flugvöllinn þar sem bílaleigubílnum er skilað. Flogið er svo með Icelandair beint til Keflavíkur þar sem lent er snemma morguninn eftir. Akstursvegalengd: 154 KM