UNIVERSAL AVENTURA HOTEL

Brottför

Orlando, Florida

Heimkoma

Orlando, Florida

Mjög gott og nýtískulegt 4* hótel sem er staðsett í göngufæri við Universal skemmtigarðana. Hótelið hentar vel pörum eða fjölskyldum með eldri börn.
Á hótelinu eru alls 600 herbergi og þar af 11 svítur.
Á efstu hæð hótelsins er skemmtilegur bar þar sem hægt er að fá mat og drykki og frábært útsýni í allar áttir yfir Orlando, alla Universal skemmtigarðana og svo er hægt að sjá daglega flugeldasýningu Disney á kvöldin.
Á hótelinu eru nokkrir veitingastaðir þar sem hver getur valið fyrir sig en allir setið saman.

Innifalið

+ Beint flug með Icelandair til og frá Orlando.

+ Ferðir til og frá flugvelli.

+ Fjölskylduherbergi með tveimur tvíbreiðum rúmum og loftkælingu í 7 nætur. Í herberginu sem er um 29 fm að stærð er 43" sjónvarp, frítt wifi, kaffivél, lítill ísskápur, straujárn og öryggishólf. Á baðinu er hárþurrka og sjampó.

+ Gestir Universal hótelanna geta farið í Universal skemmtigarðana klukkustund áður en þeir opna. Hægt að kaupa miða í anddyri hótelsins.

Ferðaskipulag

Dagur 1

KEFLAVÍK - ORLANDO

Eftir beint flug með Icelandair frá Keflavík kl. 17.15 er lent í Orlando um 20:35 að staðartíma. Tekin er rúta frá flugvellinum sem fer beint á hótelið og tekur ferðin um 30 mín.

Dagar 2 til 7

ORLANDO - GARÐAR, VERSLANIR, FJÖR OG DEKUR

Það leiðist engum í paradísinni í Orlando. Stærstu og flottustu skemmtigarðar eru út um allt. Sem gestir á Universal hóteli njjótið þið forgangs í garðana. Á hótelinu er Universal með stóra verslun og þjónustuborð þar em hægt er að kaupa miða í garðana. Sem gestir á Universal hóteli njótið þið þess forgangs að geta mætt í garðana klukkustund fyrir almenna opnun og ókeypis rútur fara til og frá görðunum allan daginn. Einnig er gott bara að slaka á og njóta hitans og sólarinnar í góðri aðstöðu sem er á hótelinu og gera vel við sig í mat og drykk.

Dagur 8

ORLANDO - KEFLAVÍK

Farið er heim í beinu flugi Icelandair kl. 17:55 að staðartíma og lent í Keflavík um 6:15 morguninn eftir.