UNIVERSAL CABANA BAY

Brottför

Orlando, Florida

Heimkoma

Orlando, Florida

Universal Cabana Bay er 3* hótel í "Retro" stíl sem var opnað á árinu 2014 og hefur alls 2.200 herbergi af ýmsum stærðum og gerðum. Hótelið hentar mjög vel fyrir fjölskyldur á öllum aldri.
Hótelið er staðsett í göngufæri við Universal garðana en einnig er boðið upp á ókeypis ferðir í garðana og gestir hótelsins geta farið klukkustund fyrir opnun í Universal garðana. Á hótelinu eru 7 veitingastaðir og mjög góð sundlaugaraðstaða.
Einnig er á hótelinu keiluhöll og ókeypis líkamsrætaraðstaða.

Innifalið

Beint flug með Icelandair til og frá Orlando.

Hótel í 7 nætur.

Rúta til og frá Orlando flugvelli.

Hægt er að fara í Universal skemmtigarðana klukkustund áður en þeir opna. Þetta er sérstaklega fyrir gesti Universal hótelanna. Hægt að kaupa miða í anddyri hótelsins.

Ferðaskipulag

Dagur 1

KEFLAVÍK - ORLANDO

Flogið er með beinu flugi celandair frá Keflavík kl. 17.15 og lent í Orlando um 20:35 að staðartíma. Tekin er rúta frá flugvellinum sem fer beint á hótelið og tekur ferðin um 30 mín.

Dagar 2 til 7

ORLANDO - GARÐAR, VERSLANIR, FJÖR OG DEKUR

Það leiðist engum í paradísinni í Orlando. Stærstu og flottustu skemmtigarðar eru út um allt. Sem gestir á Universal hóteli njjótið þið forgangs í garðana. Á hótelinu er Universal með stóra verslun og þjónustuborð þar em hægt er að kaupa miða í garðana. Sem gestir á Universal hóteli njótið þið þess forgangs að geta mætt í garðana klukkustund fyrir almenna opnun og ókeypis rútur fara til og frá görðunum allan daginn. Einnig er gott bara að slaka á og njóta hitans og sólarinnar í góðri aðstöðu sem er á hótelinu og gera vel við sig í mat og drykk.

Dagur 8

ORLANDO - KEFLAVÍK

Eftir ævintýraferð er komið að heimför. Þið takið rútu frá hótelinu sem fer beint á MCO alþjóðaflugvöllinn í Orlando og fljúgið svo í beinu flugi Icelandair til Keflavíkur kl. 17:55 að staðartíma og lendið þar um kl. 6:15 að morgni næsta dags.