UNIVERSAL ENDLESS SUMMER

Brottför

Orlando, Florida

Heimkoma

Orlando, Florida

Universal Endless Summer eru í raun tvö 3* systurhótel sem heita Dockside Inn & Suites og Surfside Inn & Suites. Hótelin voru tekin í notkun á árunum 2019 og 2020 og eru því nánast ný. Heildarherbergjafjöldi á hótelunum er yfir 2.000 herbergi og um helmingur er með 2ja herbergja fjölskylduherbergjum sem rúmar allt að 6 manna fjölskyldu.

Hótelin fá frábæra dóma hjá Tripadvisor eða 4 af 5 mögulegum og henta mjög vel fyrir fjölskyldur á öllum aldri.
Mikið af veitingastöðum á hótelinu og í stuttu göngufæri frá hótelinu.
Ókeypis rútur sem fara oft á dag í Universal skemmtigarðana.

Innifalið

+ Beint flug með Icelandair til og frá Orlando.

+ Ferðir til og frá flugvelli.

+ Fjölskylduherbergi með tveimur tvíbreiðum rúmum og loftkælingu í 7 nætur. Sjónvarp,wifi, eldhúskrókur með kaffivél, örbylgjuofni og litlum ísskáp og öryggishólfi. Á baðinu er hárþurrka og sjampó.

+ Aukagjald fyrir fjölskylduherbergi með tveimur svefnherbergjum og tveimur sjónvörpum er 10.000 kr fyrir hverja nótt óháð fjölda í herbergi. Vinsamlegast setjið í athugasemd við bókunina og við könnum hvort það sé laust.

+ Gestir Universal hótelanna geta farið í Universal skemmtigarðana klukkustund áður en þeir opna. Hægt að kaupa miða í anddyri hótelsins.

Ferðaskipulag

Dagur 1

KEFLAVÍK -> ORLANDO

Eftir beint flug með Icelandair frá Keflavík kl. 17.15 er lent í Orlando um 20:35 að staðartíma. Tekin er rúta frá flugvellinum sem fer beint á hótelið og tekur ferðin um 30 mín.

Dagar 2 til 7

ORLANDO -> GARÐAR, VERSLANIR, FJÖR OG DEKUR

Það leiðist engum í paradísinni í Orlando. Stærstu og flottustu skemmtigarðar eru út um allt. Sem gestir á Universal hóteli njjótið þið forgangs í garðana. Á hótelinu er Universal með stóra verslun og þjónustuborð þar em hægt er að kaupa miða í garðana. Sem gestir á Universal hóteli njótið þið þess forgangs að geta mætt í garðana klukkustund fyrir almenna opnun og ókeypis rútur fara til og frá görðunum allan daginn. Einnig er gott bara að slaka á og njóta hitans og sólarinnar í góðri aðstöðu sem er á hótelinu og gera vel við sig í mat og drykk.

Dagur 8

ORLANDO -> KEFLAVÍK

Eftir ævintýraferð er komið að heimför. Þið takið rútu frá hótelinu sem fer beint á MCO alþjóðaflugvöllinn í Orlando og fljúgið svo í beinu flugi Icelandair til Keflavíkur kl. 17:55 að staðartíma og lendið þar um kl. 6:15 að morgni næsta dags.

Brottfarir

12 April 2024

19 April 2024

Bóka!

26 April 2024

4 May 2024

Bóka!