ALGENGAR SPURNINGAR

HVERNIG BÓKA ÉG FERÐ?

Einfaldast að bóka ferðina á vefnum okkar amerikuferdir.is. Einnig er hægt að senda okkur póst á info@amerikuferdir.is.

HVERNIG GREIÐI ÉG FYRIR FERÐINA?

Þú greiðir fyirr ferðina um leið og hún er pöntuð á heimasíðu okkar. Hægt er að greiða ferðina með debet eða kreditkorti frá viðurkenndum lánastofnunum. Einnig er hægt að greiða með millifærslu inn á bankareikning okkar og best er að hafa fyrst samband við okkur á info@amerikuferdir.is.

Ekki er hægt að skipta greiðslum á kreditkorti.

Við bókun er hægt að greiða 50.000 kr. í staðfestingargjald á mann ef 6 vikur eða lengra er í brottför. Ef minna en 6 vikur er í brottför þarf að fullgreiða ferðina.

Staðfestingargjald er alltaf óendurkræft.

HVERNIG BÓKA ÉG SÆTI?

Öll flug Ameríkuferða eru hjá Icelandair og þegar þú hefur fengið bókunarnúmer er hægt að fara inn á bókunina á Icelandair.com/is og þar er hægt að velja sæti en greiða þarf viðbótargjald.

TÖSKUR OG AUKAFARANGUR

Innritaður farangur er innifalinn í pakkaferðum Ameríkuferða nema annað komi sérstaklega fram.

Icelandair: Farangursheimild er 23 kg innritaður farangur og 10 kg handfarangurstaska sem má ekki vera stærri en 55x40x20 cm. má fara upp í farangurshólf.

Athugið að sé um áframflug að ræða innan Bandaríkjanna gætu farangursheimildir verið takmarkaðri en hjá Icelandair.

Ef bæta þarf við farangri er það gert á heimasíðu Icelandair gegn gjaldi.

INNRITUN Í FLUG

Icelandair: Innritun fyrir flug opnar 24 klst fyrir brottför og lokar 6 klst fyrir áætlaðan brottfara tíma. Farið er inn á þessa síðu til að innrita sig í flug. Ekki nauðsynlegt en mælum með að farþegar innriti sig í flug hafi þeir tök á því.

https://www.icelandair.com/is/

MÖGULEGT FERÐAROF AF ÓFYRIRSJÁANLEGUM AÐSTÆÐUM

Brottfarar- og flugtímar eru ætíð áætlaðir og háðir breytingum vegna veðurs, af tæknilegum, eða öðrum óviðráðanlegum orsökum. Ameríkuferðir bera hvorki ábyrgð né skaðabótaskyldu ef breytingar verða á flugi vegna þessa. Ameríkuferðir geta ekki borið ábyrgð á ófyrirsjáanlegum aðstæðum, sem ferðaskrifstofan fær engu um ráðið og hefði ekki getað komið í veg fyrir afleiðingar þeirra.

BÓLUSETNINGAR FERÐAMANNA

Það er á ábyrgð farþega að tryggja að þeir hafi viðeigandi skjöl meðferðis og uppfylli kröfur áfangastaðarins varðandi komu til landsins sem ferðast er til.

FORFALLATRYGGING

Ameríkuferðir selja ekki forfallatryggingu. En við bendum viðskiptavinum á að kynna sér þær tryggingar sem eru á greiðslukortum eða í gegnum tryggingafélögin.

BÖRN

Börn sem eru yngri en 2 ára fá ekki úthlutað sæti um borð í flugvélinni.

FERÐAGÖGN

Þegar að bókun hefur verið gerð fær viðskiptavinur senda bókunarstaðfestingu á það netfang sem gefið var upp í bókuninni. Þetta eru fullgild ferðagögn sem notuð eru við innritun á flugi og við innritun á hóteli.

Misjafnt er eftir ferðum hvaða gögn fylgja bókuninni en sé um bílaleiguferð eða rútuferð að ræða senda Ameríkuferðir ítarleg ferðagögn um 4-6 vikur fyrir brottför ferða.

HVAÐ ÞARF AÐ HAFA VIÐ INNRITUN Í FLUG Í FLUGSTÖÐ?

Við innritun í flugi nægir að hafa bókunarnúmer og vegabréf, en gott er að hafa útprentaða bókun við höndina eða ferðagögn í símanum.

HVAÐ EF FARARGUR SKEMMIST EÐA TÝNIST Í FLUGI?

Ameríkuferðir bera ekki ábyrgð á skemmdum sem kunna að verða á farangri í flugi.

Verði skemmdir á farangri í flugvél ber farþega að fá skriflega skýrslu hjá þjónustuaðila flugfélagsins á viðkomandi flugvelli. Flugfélagið greiðir farþega bætur fyrir skemmdan farangur samkvæmt alþjóðlegum reglum og skulu bæturnar sóttar þangað. Hafi farþegi ekki látið gera tjónaskýrslu er ekki hægt að fá farangur bættan.

Ameríkuferðir bera ekki ábyrgð á ef farangur tapast eða að hann berst farþega seint.

FARARSTJÓRAR

Ameríkuferðir eru almennt ekki með fararstjóra, en í öllum rútuferðum eru sérmenntaðir og reyndir enskumælandi fararstjórar sem sjá um allt sem varðar ferðina. Leiðsögn er yfirleitt á ensku og í sumum tilfellum getur verið um aukamál að ræða þannig að fararstjórinn segi fyrst frá á ensku og svo á öðru tungumáli.

VEGABRÉF OG ÁRITANIR

Gætið vel að gildistíma vegabréfs fyrir brottför. Það er alfarið á ábyrgð farþega að afla sér upplýsinga um og tryggja sér þau ferðaskilríki og áritanir sem þarf að hafa meðferðis fyrir það land sem ferðast er til. Gæta skal vel að gildistíma vegabréfs fyrir brottför. Athuga þarf einnig hvort vegabréf sé gilt nógu lengi því ákveðin lönd krefjast þess að vegabréf sé gilt í allt að 6 mánuði frá þeim degi sem landið er yfirgefið. Alltaf skal ferðast með vegabréf, jafnvel þegar ferðast er innan Schengen svæðisins. Vegabréfið er eina alþjóðlega viðurkennda opinbera skilríkið til annarra landa.

Íslenskir ríkisborgarar sem ferðast til Bandaríkjanna verða að fylla út ESTA umsókn með að minnsta kosti þriggja daga fyrirvara. https://esta.cbp.dhs.gov

APIS upplýsingar

Samkvæmt bandarískum lögum er skylda að fylla út ákveðnar upplýsingar áður en þú ferðast til og frá Bandaríkjunum. Best er að fylla APIS út áður en lagt er af stað út á flugvöll. Ef þú hefur ekki lokið við ferð vegna ógilds vegabréfs, vantar vegabréfsáritanir, bólusetningarnar eða önnur nauðsynleg skjöl, er ferð ekki endurgreidd.