Ameríkuferðir er ný ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í ferðum til Bandaríkjanna. Félagið hefur tryggt sér hagstæða samninga við stærstu ferðaskrifstofu Bandaríkjanna og getur því boðið hótel, bílaleigubíla, rútur, afþreyingu og ferðir til og frá flugvöllum um öll Bandaríkin.

Félagið er í eigu Travel 2 ehf, kt. 690623-1020, og hefur öll tilskilin leyfi frá Ferðamálaastofu og er viðurkennd ferðaskrifstofa TIDS frá alþjóðasamtökum flugfélaga IATA.

Stofnandi og eigandi ferðaskrifstofunnar er Þráinn Vigfússon sem hefur áratugareynslu sem stjórnandi hjá nokkrum af stærstu ferðaþjónustufyrirtækjum landsins þ.á.m. Kynnisferðum, Iceland Travel og Icelandair. Síðustu árin starfaði Þráinn sem framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar VITA.