Ekið um Ameríku
Dreymir þig um að ferðast um Ameríku áhyggjulaust í bifreið, jeppa eða mótorhjóli? Við sjáum um flug, bílaleigubíl og hótel á leiðinni og sendum þér nákvæma leiðarlýsingu á stafrænu formi þar sem þú sérð hve langt ekið er hvern dag, hvað á að skoða og hve langt er í næsta gististað. Ef flugin henta ekki þá getum við einnig boðið upp á ferðirnar án flugs.

ÞJÓÐVEGUR 66
Flug, hótel og bílaleigubíll allt innifalið. Að keyra þessa sögufrægu leið er einstakt ævintýri. Ferðast er um 8 ólík fylki Bandaríkjanna og þrjú tímabelti á 16 dögum. Farið er um stærstu þjóðgarða Ameríku þar sem hæst ber Grand Canyon sem er eitt af 7 undrum veraldar. Einnig eru stórborgirnar Chicago, Las Vegas og Los Angeles skoðaðar. Verð frá kr. 409.000 á mann miðað við tvo fullorðna, en það er mjög breytilegt eftir árstímum.