ÞJÓÐVEGUR 66

Brottför

Chicaco, Illinois

Heimkoma

Los Angeles, California

Hvern dreymir ekki um að keyra hinn goðsagnakennda veg "Route 66".

Að keyra þjóðveg 66 leið er einstakt. Ferðast er um 8 ólík fylki Bandaríkjanna og þrjú tímabelti á 16 dögum. Farið er um stærstu þjóðgarða Ameríku þar sem hæst ber Grand Canyon sem er eitt af 7 undrum veraldar. Einnig eru stórborgirnar Chicago, Las Vegas og Los Angeles skoðaðar.

Kynnið ykkur ferðaskipulagið hér að neðan þar sem fram kemur hvaða ævintýri bíða hvers dags þessarar sögufrægu ferðar.

Ef þið eruð ein á ferð eða fleiri en tveir þá endilega hafið samband við okkur og við aðlögum verðið. Það geta allt að fjórir einstaklingar gist í hergbergi sem er með tveimur tvíbreiðum rúmum. Athugið samt að rúmin eru oft ekki eins breið og við eigum að venjast.

Þið látið okkur vita á info@amerikuferdir.is hvenær hentar fyrir ykkur að fara í þessa ævintýraferð og við pöntum bílaleigubíl, flug og hótel. Einfaldara getur það ekki verið.

Ef þið viljið frekar kaupa flugið sjálf þá er það ekkert mál.

Gist er á sérvöldum 2-4* hótel á hverjum stað sem hafa fengið góð review á Google Reviews, Trip Advisor og booking.com.

Ferðin kostar 379.000 kr. á mann miðað við tvo fullorðna með bílaleigubíl að millistærð. Við getum svo aðlagað tilboðið að ykkar óskum um stærð og gerð á bíl.

Hótel listi:

  • Chicago: The Whitehall Hotel 4* eða sambærilegt
  • St. Louis: Courtyard St. Louis Downtown 3* eða sambærilegt
  • Springfield: Vib Best Western Springfield 4* eða sambærilegt
  • Oklahoma City: Aloft Oklahoma City Downtown - Bricktown 3* eða sambærilegt
  • Amarillo: Best Western Plus Amarillo East Hotel 3* eða sambærilegt
  • Albuquerque: Home2 Suites by Hilton Albuquerque 4* eða sambærilegt
  • Williams: Days Inn by Wyndham Holbrook 2* eða sambærilegt
  • Las Vegas: Rio Hotel & Casino 4* eða sambærilegt
  • Los Angeles: SunCoast Park Hotel Anaheim by Hilton 3* eða sambærilegt

Innifalið

+ Flogið er í beinu flugi til Chicago með Icelandair

+ Flogið er frá LA í samfelldu flugi Icelandair til Keflavíkur

+ Gisting í tveggja manna herbergi á sérvöldum 2-4* hótelum

+ Millistærð af bíl sem rúmar mjög vel 2 farþega með farangur

+ App á vefsíðu með stafrænni leiðarlýsingu, hótelum og áhugaverðum stöðum sent rafrænt 4-6 vikum fyrir brottför

+ Þjónustunúmer sem hægt er að hringja í allan sólarhringinn

Ekki Innifalið

+ Matur er yfirleitt ekki innifalinn á hótelum í Ameríku en morgunmatur fylgir á tveimur af ofangreindum hótelum.

Ferðaskipulag

Dagur 1

KEFLAVÍK -> CHICAGO

Flogið er beint til Chicago með Icelandair kl. 16:45 og lent á Chicago O'Hare flugvelli um kl. 18:20 að staðartíma. Við mælum með að tekinn sé leigubíll eða Uber á hótelið sem er staðsett í miðbæ Chicago. Ferð í leigubíl tekur um 30 mínútur og kostar í kringum 35-40 USD.

Dagur 2

CHICAGO

Í dag er skoðað hin stórskemmtilega Chicago borg sem er þriðja stærsta borg Bandaríkjanna á eftir New York og Los Angeles. Borgin iðar af mannlífi og er fræg fyrir góða tónlist, íþróttir, list og arkitektúr svo ekki sé minnst á stórkostlega matargerð og hátíða sem fara reglulega fram í borginni. Gaman er að labba eina frægustu götu Ameríku sem heitir "Magnificent Mile" . Hún liggur í miðbænum, en þar er að finna allar helstu verslunarmiðstöðvar, gallerí, kaffihús og veitingarstaði. Við mælum með að þið stillið ykkur upp í myndatöku á horni gatnamótanna "Michigan Avenue" og "Adams Street" því að það er upphafsstaður Þjóðvegar 66.

Dagur 3

CHICAGO -> ST. LOUIS

Þið byrjið daginn á að ná í bílaleigubílinn og leggið svo af stað í þessa ógleymanlegu og sögufrægu leið "Route 66". Þessi goðsagnakenndi gamli vegur liggur í gegnum þverskurðinn af Amerísku landslagi og á leið ykkar verða nokkrir af stærstu, elstu og sérkennilegustu stöðum Ameríku. Leiðin sem er ekin er hefðbundinn austur-til-vestur leið á þjóðvegi 66 frá Chicago til St. Louis, Missouri. Þið keyrið m.a. í gegnum kornakra og sléttur Ameríku sem virðast endalausar. Þegar komið er til St. Louis, sem er stærsta borgin á þjóðvegi 66, getið þið t.d. fylgt í fótspor fjölda annarra með því að heimsækja sögustaði sem finnast um alla borg, þar á meðal Gateway Arch sem er hæsti minnisvarði Bandaríkjanna. Akstursvegalengd: 480 KM

Dagur 4

ST. LOUIS -> SPRINGFIELD

Áfram er keyrt í gegnum Ozark hálendið í suðurhluta Missouri til Springfield, sem er viðurkenndur sem "fæðingarstaður" þjóðvegs 66. Gaman er að stoppa á Meramec Caverns sem er stórt safn af náttúrulegum kalksteinshellum þar sem litadýrðin er einstök. Þess má geta að þessa helli notaði útlaginn Jesse James sem felustað og nýtti sér neðanjarðar ána til að flýja um „bakdyrnar“. Akstursvegalengd: 340 KM

Dagur 5

SPRINGFIELD -> TULSA -> OKLAHOMA CITY

Ekið er í gengum suðaustanvert horn Kansas fylkis á leiðinni til Oklahoma City en í Oklahoma er lengsti hluti Route 66. Einnig eru eknir nokkrir kílómetrar af upprunalegum vegarkafla sem fólk og fjölskyldur notuðu þegar þær héldu vestur í leit að betri tækifærum á þriðja áratug síðustu aldar. Á leiðinni til Oklahoma City er gaman að stoppa og skoða hinn ástsæla 20 feta háa "Blue Whale" í Catoosa sem er eitt af kennileitum þjóðvegar 66. Einnig er keyrt fram hjá Cyrus Avery minningarbrú í Tulsa sem er til heiðurs Cyrus Avery sem er talinn vera upphafsmaður þjóðvegarins 66. Þegar komið er til Oklahoma City er gaman að skoða gömlu Route 66 mótelin, bensínstöðvarnar og fjölmargar gamlar byggingar. Akstursvegalengd: 520 KM

Dagur 6

OKLAHOMA CITY -> AMARILLO

Keyrt er áfram til Amarillo, Texas. Á þessu svæði var einu sinni mikið af vísundum, enda mikið graslendi á The Great Plains. Einnig er keyrt í gegnum heimynni Kiowa og Comanche indíánanna. Gaman er að stoppa við Route 66 safnið í Clinton, Oklahoma, þar sem hægt er að upplifa sex áratuga sögu af Þjóðvegi 66. Einnig er þar að finna fyrsta endurbyggða Phillips 66 bensínstöðin í McLean, Texas og í Groom, Texas, er hægt að skoða hinn fræga skakka vatnsturn og 45 metra háan stálkross. Þegar komið er til í Amarillo er hægt að stoppa á Big Texas Steak Ranch þar sem þið getið tekið áskorun þeirra að borða risasteik og hægt er að fá verðlaun ef það tekst. Akstursvegalengd: 420 KM

Dagur 7

AMARILLO -> ALBUQUERQUE

Áður en farið er frá Amarillo er gaman að heimsækja Cadillac Ranch. En þar má sjá röð af 10 litríkum Cadillac bílum sem eru allir með framendann grafin niður í jörðina. Síðan er þjóðvegi 66 fylgt til Albuquerque, New Mexico sem er stærsta borg ríkisins. Albuquerque dreifist norður og suður með bökkum Rio Grande sem er ein stærsta á Ameríku. Gaman er að nýta daginn til að skoða miðbæ Albuquerque Avenue en þar má finna mörg kennileiti "Route 66". Albuquerque er borgin þar sem þættirnir Breaking Bad voru teknir upp, og er hægt að fara að sjá húsið sem Walter White og fjölskylda bjó í og fleiri kennileiti sem hægt er að finna í þáttunum. Akstursvegalengd: 450 KM

Dagur 8

ALBUQUERQUE -> HOLBROOK

Í dag keyrum við um Arizona sem er heimafylki Grand Canyon. Þegar komið er í borgina Holbrook er gaman að stoppa við Wigwam mótelið þar sem gestir gista í stórum indjánatjöldum sem gert er úr stáli og steypu í stað tjalda eins og indjánar notuðu áður fyrr. Þetta mótel hefur tekið á móti gestum síðan að það var byggt árið 1950. Akstursvegalengd: 420 KM

Dagur 9

HOLBROOK -> FLAGSTAFF -> WILLIAMS

Ekið er áfram til Flagstaff sem er fallegur háskólabær umkringdur furuskóginum Ponderosa. Í kringum Flagstaff er mikið af merkum stöðum eins og Walnut Canyon, Sunset Crater askjan og Wupatki þjóðminjarnar sem eru frá samnefndum indjánaættbálki. Á leiðinni er margt að sjá eins og klettagljúfur himinháa tinda (Mt. Humphreys 3.852 metrar). Einnig er gaman að skoða hinn 120 ára gamla Lowell sjónaukasem kallaður hefur verið "heimili Plútós". Akstursvegalengd: 290 KM

Dagur 10

WILLIAMS -> GRAND CANYON -> WILLIAMS

Í dag er komið að einum af hápunktum ferðarinnar Grand Canyon sem er eitt af 7 undrum veraldar og hefur verið nefnt Miklagljúfur á íslensku. Til Grand Canyon þjóðgarðsins koma árlega um 6 milljónir ferðamanna og óhætt er að segja að enginn þeirra fer ósnortinn frá þeirri heimsókn. Best er að stoppa við East Rim svæðið á Grand Canyon þar sem hægt er að fara í um klukkustundar göngu meðfram börmum gljúfursins. Þannig er hægt er að upplifa hið kílómetra háa gljúfur í návígi og njóta litadýrðarinnar og stórfengleika þessa ótrúlega staðar. Á botni gljúfursins má finna óvirk eldfjöll og hið hlykkjótta Colorado fljót. Grand Canyon þjóðgarðurinn er hreint út sagt magnaður staður, og þú verður einfaldlega að fara þangað og sjá með berum augum. Akstursvegalengd: 420 KM

Dagur 11

WILLIAMS -> LAS VEGAS

Ekið er frá bænum Williams, Arizona og Grand Canyon hvatt með söknuði. Fyrsti viðkomustaðurinn á leiðinni til Las Vegas er smábærinn Seligman og svo er haldið áfram í gegnum Kingman, þar sem gömlu Route 66 kaffihúsin og mótelin blómstra enn. Haldið er áfram þangað til er komið að einum af földu fjársjóðum Arizona, Hoover stíflunni. Hoover stíflan var byggð á árunum 1931-1936 og er hún næst hæsta stífla Bandaríkjanna (221m) á eftir Oroville Dam (235m) sem er í Kaliforníu. Hoover stíflan virkjar Colorado ána sem liggur við landamærin milli Nevada og Arizona og sér suðvestur fylkjum Bandaríkjanna fyrir vatni og rafmagni. Ferðalag dagsins endar svo skemmtiborginni sem aldrei sefur, Las Vegas, í Nevada fylki. Akstursvegalengd: 480 KM

Dagar 12 til 13

LAS VEGAS

Nú er gott að hvíla sig á akstrinum og njóta sín í skemmtiborginni Las Vegas. Gaman er að ganga eitt frægasta stræti heims, Las Vegas Strip þar sem iðandi mannlífið og skæru ljósin njóta sín til hins ítrasta. Það er ómissandi að spreyta sig á einum af mörgum spilavítum borgarinnar, en eitt af stærstu spilavítunum er staðsett á hótelinu. Í Las Vegas er mikið af heimsklassa veitingastöðum og á hverju kvöldi eru stórstjörnur með tónleika eða viðburði á einhverju af risahótelunum. Gott er að vera búinn að undirbúa sig með að kaupa miða fyrir fram. Einnig væri tilvalið að fá sér bíltúr til Red Rock Canyon eða í Zion þjóðgarðinn.

Dagur 14

LAS VEGAS -> SANTA MONICA -> LOS ANGELES

Ekið er í vesturátt í gegnum Mojave eyðimörkin til Calico Ghost Town sem er ósvikinn silfurnámubær og þar má finna eina af fáum eftirlifandi upprunalegum námubúðum gamla vestursins. Keyrt er svo aftur inn á þjóðveg 66 í Barstow þar sem sjá má safn af sögulegum ljósmyndum og gripum sem tengjast Route 66 og Mojave eyðimörkinni á Route 66 Mother Road safninu. Keyrt er svo áfram í gegnum Pasadena, Los Angeles, West Hollywood og Beverly Hills og til Santa Monica og þannig upplifið þið sannkallaðan Hollywood-endi á ferðlaginu. Leggið svo bílnum við Santa Monica bryggjuna og farið síðasta spölinn fótgangandi til að sjá „End of the Trail“ skiltið sem staðsett er á Santa Monica bryggjunni. Þetta skilti sýnir opinberlega vesturenda á þjóðvegi 66. Akstursvegalengd: 470 KM

Dagur 15

LOS ANGELES

Margt er hægt að gera í þessari risastóru borg Los Angeles. Hægt er að njóta dagsins með því að rölta meðfram ströndinni í Santa Monica eða skoða aðliggjandi verslanir við Third Street Promenade. Einnig er ómissandi að labba Walk of Fame og finna stjörnu uppáhalds tónlistarmannsins eða leikarans. Síðan er hægt að kanna frekar einstaka áfangastaði sem fólk hefur persónulegan áhuga á t.d. Lakers heimavöllinn, söfn o.fl. Einnig er upplagt að heimsækja Universal Studios Hollywood eða Disneyland Park í Anaheim sem er í þægilegri akstursfjarlægð frá hótelinu.

Dagur 16

LOS ANGELES -> KEFLAVÍK

Í dag er komið að ferðarlokum um hinn fræga þjóðveg 66. Bílaleigubílnum er skilað á flugvellinum LAX í Los Angeles og flogið heim á samfelldum miða með Icelandair með millilendingu í Bandaríkjunum. Þið getið slakað á á flugvellinum þar sem millilent er og þurfið ekki að taka töskurnar og tékka ykkur aftur inn því þær fara áfram til Keflavíkur. Lending í Keflavík er svo morguninn eftir.