FERÐASKILMÁLAR AMERÍKUFERDA

Ameríkuferðir er með öll tilskilin leyfi frá yfirvöldum og þar með talið leyfi frá Ferðamálastofu til sölu pakkaferða.Farþegar Ameríkuferða eru því tryggðir samkvæmt lögum nr. 95 um pakkaferðir og samfellda ferðatilhögun frá árinu 2018.

LÁGMARKSALDUR

Í allar ferðir Ameríkuferda gildir að þeir sem ekki hafa náð 21 árs aldri þurfa að vera í fylgd fullorðinna sem eru eldri en 21 árs. Í Rútuferðum er lágmarksaldur barna 7 ár.

STAÐFESTINGARGJALD FERÐA

Staðfestingargjald í allar almennar ferðir er 80.000 kr. á mann og er óendurkræft.

FULLNAÐARGREIÐSLA

Fullnaðargreiðslu þarf að greiða minnst 8 vikum fyrir brottför í allar ferðir. Ef ekki hefur verið gengið frá fullnaðargreiðslu fyrir tilsettan tíma áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að afbóka þá þjónustu sem bókuð er án nokkurrar endurgreiðslu á því sem greitt hefur verið inn á þjónustuna.

Hægt er að greiða ferðir með öllum helstu kredit- og debetkortum og fara allar greiðslur fram á vef Ameríkuferða.

AFBÓKUN EÐA BREYTING Á FERÐ

Sé bókun staðfest og búið að gefa út flugmiða þá er almennt ekki hægt að breyta ferð.Ameríkuferðir munu þó reyna að koma til móts við viðskiptavini eins og frekast er unnt í hverju tilfelli.

AFPÖNTUN FERÐAR OG ENDURGREIÐSLA

Ef viðskiptavinur afpantar ferð hjá Ameríkuferðum er endurgreiðsla sem hér segir:

• Ef ferð er afpöntuð og 56 dagar eða lengra er í upphaf ferðar, þá er ferðin endugreidd að fullu að undanskildum staðfestingargjaldagjöldum.

• Ef ferð er afpöntuð 30-55 dögum fyrir brottför þá er endurgreitt 50% af heildarverði ferðar, þó aldrei lægra en staðfestingargjald á mann.

• Ef ferð er afpöntuð 8-30 dögum fyrir brottför endurgreiðir ferðaskrifstofan 25% af verði ferðar, þó aldrei lægra en staðfestingargjald á mann.

• Ef ferð er afpöntuð minna en 7 dögum fyrir brottför er engin endurgreiðsla.

• Afbókun þarf að berast skriflega.

AFLÝSING OG BREYTINGAR Á FERÐAÁÆTLUN

Vegna atburða og aðstæðna sem telja má ófyrirsjáanlega og þess eðlis að ferðaskrifstofan getur á engan hátt haft áhrif á atburðarás né afleiðingar tengdum þeim, ber ferðaskrifstofan enga ábyrgð. Í slíkum tilvikum er ferðaskrifstofunni heimilt að breyta eða aflýsa ferðinni með öllu, enda verði farþegum tilkynnt tafarlaust þar um.

Geri ferðaskrifstofan breytingar á ferð áður en hún hefst skal tilkynna það farþega svo fljótt sem unnt er. Sé um verulega breytingu að ræða ber farþega að tilkynna ferðaskrifstofunni eins fljótt og unnt er hvort hann óski eftir að rifta samningnum eða gera viðbótasamning.

TRYGGINGAR

Við hvetjum viðskiptavini til að huga vel að tryggingamálum sínum áður en lagt er upp í ferð.

Farþegar eiga þess kost að kaupa á sinn kostnað ferða-, slysa-/sjúkra- og farangurstryggingu hjá tryggingafélögum og mæla Ameríkuferðir með því að allir farþegar hafi gildar tryggingar og kynni sér þau mál vel.

Þegar ferð er greidd með greiðslukorti fæst oftast ferðatrygging frá greiðslukortafyrirtækjunum. Athugið að þessar tryggingar eru mjög mismunandi eftir tegund greiðslukorts. Kynnið ykkur vel skilmála hjá greiðslukorta fyrirtækjunum varðandi hugsanleg veikindi, sjúkrahússvist ofl.

Einnig er hægt er að sækja um sjúkratryggingakort hjá Sjúkratryggingum Íslands en athugið að Evrópska sjúkratryggingakortið gildir ekki í Bandaríkjunum.

Ameríkuferðir bjóða ekki upp á forfallartryggingu.

FERÐASKJÖL

Ferðaskjöl innihalda allar þær þjónustur sem farþegi hefur keypt. Mikilvægt er að fara yfir ferðaskjöl fyrir ferð og sjá hvort að allt sé ekki eins og það á að vera. Ef vandamál koma upp er mikilvægt að láta starfsfólk Ameríkuferða vita sem fyrst svo hægt sé að bregðast við. Nöfn í netbókununum og tengiliðaupplýsingar eru á ábyrgð farþega. Mikilvægt er að hafa ferðaskjöl meðferðis þegar ferðast er.

VEGABRÉF OG ÁRITANIR

Gætið vel að gildistíma vegabréfs fyrir brottför. Það er alfarið á ábyrgð farþega að afla sér upplýsinga um og tryggja sér þau ferðaskilríki og áritanir sem þarf að hafa meðferðis fyrir það land sem ferðast er til. Gæta skal vel að gildistíma vegabréfs fyrir brottför. Athuga þarf einnig hvort vegabréf sé gilt nógu lengi því ákveðin lönd krefjast þess að vegabréf sé gilt í allt að 6 mánuði frá þeim degi sem landið er yfirgefið. Alltaf skal ferðast með vegabréf, jafnvel þegar ferðast er innan Schengen svæðisins. Vegabréfið er eina alþjóðlega viðurkennda opinbera skilríkið til annarra landa.

Íslenskir ríkisborgarar sem ferðast til Bandaríkjanna verða að fylla út ESTA umsókn með að minnsta kosti þriggja daga fyrirvara. https://esta.cbp.dhs.gov

APIS upplýsingar

Samkvæmt bandarískum lögum er skylda að fylla út ákveðnar upplýsingar áður en þú ferðast til og frá Bandaríkjunum. Best er að fylla APIS út áður en lagt er af stað út á flugvöll. Ef þú hefur ekki lokið við ferð vegna ógilds vegabréfs, vantar vegabréfsáritanir, bólusetningarnar eða önnur nauðsynleg skjöl, er ferð ekki endurgreidd.

FLUGIÐ

Upplýsingar um brottfarar- og komutíma flugvéla fást í síma 50 50 500 allan sólarhringinn, í textavarpi bls. 420-421 og á vef Keflavíkurflugvallar - www.airport.is Brottfarartímar og flugtímar eru áætlaðir og háðir breytingum vegna veðurs og af tæknilegum orsökum. Mæting í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli er í síðasta lagi 2 klst. fyrir áætlaðan brottfarartíma, hvort sem um er að ræða almenna innritun eða flýtiinnritun. Í tengslum við allar flugferðir bjóðast rútuferðir frá nokkrum fyrirtækjum.

FARANGUR

Handfarangur: Reglur Icelandair gilda.

Golfbúnaður: Heimilt er að innrita golfsett (15 kg) en þá er farangursheimild 15 kg.

Hér er hægt að lesa allt um farangur í Icelandair vélum: https://www.icelandair.com/is/adstod/farangur/ Flug með öðrum flugfélögum, sjá vefsíðu viðkomandi flugfélags.

Á ÁFANGASTAÐ AÐBÚNAÐUR - ÞJÓNUSTA

Ameríkuferðir bera ekki ábyrgð ef aðbúnaður og þjónusta gististaðanna er tímabundið ekki fyrir hendi, t.d. sökum bilana, lokunar á veitingastöðum eða viðgerða, t.d. ef sundlaug er lokuð vegna hreinsunar eða vegna endurnýjunar. Komi upp óánægja með þrif á vistarverum skal tafarlaust hafa samband við stjórnendur viðkomandi gististaðar eða fararstjóra á staðnum ef þeir eru til staðar. Í stúdíóum og íbúðum miðast eldhúsbúnaður við hámarks fjölda gesta. Gestir bera ábyrgð á eldhúsbúnaði ásamt öðrum húsbúnaði meðan þeir dvelja í íbúðum. Afföll og skemmdir skal gera upp við gististaðinn fyrirbrottför.

HERBERGI – ÍBÚÐIR

Í sérsamningum Ameríkuferða er miðað við ákveðna gerð herbergja/íbúða á hóteli en ekki allar gerðir herbergja sem í boði eru á hótelinu. Ef viðskiptavinur er óánægður með herbergi/íbúð við komu á hótel getur hann stundum fengið betra herbergi gegn aukagjaldi sem hann greiðir beint til hótelsins á staðnum. Þessi möguleiki fer eftir bókunarstöðu hótels á þeim tíma.

Á gististöðum í Bandaríkjunum eru þriggja og fjögurra manna herbergi með tveimur hjónarúmum (á sumum hótelum er hægt að fá aukarúm gegn gjaldi sem greiðist á staðnum).

GEYMSLA VERÐMÆTA

Við mælum eindregið með að viðskiptavinir geymi peninga og önnur verðmæti í öryggishólfi sem yfirleitt má finna á hótelherbergjum. Hvorki hótelin né Ameríkuferðir eru ábyrg ef verðmæti tapast úr herbergjum.

SÉRÓSKIR

Ameríkuferðir eru umboðsaðili gististaða og hefur ekki yfirráð yfir gistirými. Yfirmenn gististaðanna sjá um niðurröðun gesta í herbergi/íbúðir. Starfsfólk Ameríkuferða geta ekki ábyrgst að séróskum farþega sé fullnægt umfram það sem getið er um í gistilýsingum og verðlista. Séróskum farþega verður þó að sjálfsögðu komið á framfæri við viðkomandi gististað.

INNRITUN Á GISTISTAÐ

Hin almenna starfsregla gististaða er að herbergi/íbúð er laus fyrir gesti á bilinu 15:00 - 16:00. Þegar herbergi/ eru ekki tilbúin, þegar gestir koma á gististað, er hægt í flestum tilfellum að fá farangur geymdan í sérstakri töskugeymslu hótelsins. (Verður stundum að greiða þóknun fyrir).

YFIRBÓKUN HÓTELA/ÍBÚÐA

Samkvæmt starfsreglum gististaða hafa hótel og íbúðahótel leyfi til að yfirbóka gistirými til að mæta eðlilegum afföllum í pöntunum. Stundum kemur upp sú staða að gististaðir hafa ekki pláss fyrir alla þá viðskiptavini sem eiga staðfestar pantanir. Gististaðirnir eru þá skyldugir til að útvega viðskiptavinum, sem ekki fá inni, sambærilegt eða betra hótel. Ameríkuferðir bera ekki ábyrgð á yfirbókunum hótela, en aðstoðar farþega eftir föngum.

SKIL Á HERBERGJUM - ÍBÚÐUM

Almenna starfsreglan er sú að rýma þarf herbergi/íbúð milli kl.10:00 -12:00 á brottfarardegi. Ef óskað er eftir að halda herbergi/íbúð lengur er það stundum hægt gegn gjaldi sem greiðist á staðnum. Ef viðskiptavinur fer með kvöldflugi er hægt að fá farangur geymdan á töskugeymslum hótelsins og verður þá stundum að greiða þóknun fyrir.

VANDAMÁL

Ef af einhverjum ástæðum koma upp vandamál í ferðinni skal tafarlaust hafa samband í þjónustunúmer Ameríkuferða í Bandaríkjunum. Þeir munu reyna að greiða úr hvers manns vanda og gera það sem í þeirra valdi stendur til að leysa málið á staðnum. Takist það ekki svo viðunandi sé að mati farþega skal hann snúa sér til Ameríkuferða, strax eftir komuna til landsins eða í síðasta lagi innan mánaðar frá því að viðkomandi ferð lauk, að öðrum kosti verða hugsanlegar bótakröfur ekki teknar til greina. Vinsamlegast athugið að athugasemdir viðskiptavina verður að leggja fram skriflega svo að þær fái eðlilega afgreiðslu. • Athugið ef ekki er haft samband við þjónustunúmer Ameríkuferða, eða ferðaskrifstofuna sjálfa, ef vandamál koma upp, þá getur verið ómögulegt fyrir okkur að aðhafast í málinu og því bótakröfur mögulega felldar niður.

SKYLDUR VIÐSKIPTAVINA

Ávallt skal fara að lögum og reglum í þeim löndum sem ferðast er til. Viðskiptavinir skulu hlíta fyrirmælum fararstjóra eða starfsfólks þeirra aðila sem Ameríkuferðir skipta við og taka tillit til samferðarmanna sinna. Brjóti farþegi af sér er Ameríkuferðum heimilt að senda viðkomandi heim á eigin kostnað, án endurkröfuréttar á hendur ferðaskrifstofunnar. Ameríkuferðir hefa heimild til að neita einstaklingum um þjónustu ef um alvarleg eða ítrekuð brot er að ræða. Viðskiptavinur ber ábyrgð á því tjóni sem hann kann að valda með framkomu sinni. Þeir sem ekki mæta á réttum tíma hvort sem er í flug eða aðrar ferðir hafa fyrirgert rétti sínum til bóta, verði hann af ferðinni af þeim sökum.

BÍLALEIGUR

Ameríkuferðir eru umboðsaðili fyrir bílaleigur en ber ekki ábyrgð vanefndum eða mistökum þeirra sem ekki hafa orðið vegna mistaka hjá Ameríkuferðum.

Í Bandaríkjunum er lágmarksaldur þeirra sem leigja bíla 25 ár.Athugið að leigutaki verður að hafa meðferðis kreditkort, skráð á sitt nafn og gilt ökuskírteini. Ekki er hægt að staðfesta ákveðna bílategund heldur er staðfestur flokkur. Tegundir bíla sem eru til innan hvers flokks geta breyst með litlum fyrirvara. Ameríkuferðir bera ekki ábyrgð ef bíll í staðfestum bílaflokki er ekki til, það er á ábyrgð bílaleigu að leysa slíkt með því að láta leigutaka í té bíl í öðrum flokki án þess að hann beri aukakostnað. Áríðandi er að kynna sér vel hvað er innifalið í fyrirframgreiddu gjaldi fyrir bíl og hvernig tryggingamálum er háttað. Í sumum tilfellum eru í boði viðbótartryggingar sem leigutaki semur um kaup á beint við bílaleiguna og greiðir á staðnum. Áríðandi er að leigutaki viti að víða er ekki hægt að kaupa af sér alla sjálfsábyrgð, hann ber ábyrgð upp að vissri upphæð ef óhapp verður. Nauðsynlegt er því að leigutaki skoði bílinn vel þegar hann tekur við honum og láti skrá t.d. ef einhverjar rispur sjást. Við mælum eindregið með að einhver frá bílaleigunni sé fenginn til að skoða bílinn þegar honum er skilað. Góð regla er að skila bíl fullum af bensíni (geymið kvittun fyrir bensíninu) þar sem það er oft töluvert dýrara að kaupa það hjá bílaleigunum þegar ekki hefur verið valið að kaupa fullan tank fyrirfram. Leigudagur miðast við 24 tíma, ef farið er 59 mín fram yfir umsaminn leigutíma greiðist aukadagur á fullu verði. Þarna hefst nýtt leigutímabil sem leigutaki semur um beint við bílaleiguna á viðkomandi leigustað. Aðgætið vel hvað þið skrifið undir á leigusamningnum.

ALMENNAR UPPLÝSINGAR Á VEFSÍÐU AMERÍKUFERÐA

Upplýsingar um merkisstaði, söfn, veitingastaði, skemmtistaði, skemmtigarða, verslanir, afgreiðslutíma verslana, einstaka viðburði, dagsetningar þeirra, verðlag og ýmis önnur atriði eru fengnar frá þriðja aðila, byggðar á nýjustu heimildum m.a. frá ferðamálaráðum og ýmsum þjónustuaðilum viðkomandi landa og birtast með þeim fyrirvara af hálfu Ameríkuferða að eitthvað kann að hafa breyst frá því að þessar heimildir voru gefnar út. Allt efni og allar upplýsingar á heimasíðu Ameríkuferða eru settar fram eftir bestu vitund.

VERÐ, VERÐBREYTINGAR OG SKILMÁLAR

Uppgefin verð miðast við gengi USD á tilteknum degi og geta breyst til samræmis við breytingar sem kunna að verða á eftirtöldum þáttum:

a) Flutningskostnaði, þar með talið eldsneytisverði

b) Álögum, sköttum eða sérgreiðslum fyrir tiltekna þjónustu, t.d. lendingargjöld

c) Gengisbreytingum

d) Skilmálum og viðskiptareglum greiðslukorta

Verðhækkanir/lækkanir:

Ameríkuferðir áskilur sér rétt til að hækka/lækka verð ef forsendur útreikninga breytast verulega. Hafi ferð verið lækkuð getur hún því mögulega hækkað aftur ef forsendur breytast og öfugt. Ameríkuferðir áskilja sér rétt til að leiðrétta villur sem kunna að leynast í bókunarkerfi, verðum, bæklingum, auglýsingum eða á vef Ameríkuferða. Ameríkuferðir áskilja sér rétt til að lækka verð á nýjum bókunum, skömmu fyrir brottför, án þess að til komi afsláttur á áður bókaðar ferðir/pakka. Athugið að einstaklingum undir 18 ára er ekki heimilt að versla þjónustu frá Ameríkuferðum án þess að skriflegt samþykki forráðamanns liggi fyrir hjá ferðaskrifstofunni. Að öðru leyti en hér greinir gilda lög um pakkaferðir og samtengda ferðatilögun – 2018 nr. 95 25. Júní - https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018095.html

TRÚNAÐUR

Samkvæmt lögum eru Ameríkuferðir bundnar þagnaskyldu gangvart viðskiptavinum sínum og gefum við því aldrei upp upplýsingar um ferðalög þín við aðra.

Ameríkuferðir áskilja sér rétt til að breyta skilmálum þessum fyrirvaralaust.