Sól og dekur í Flórída !

Vel staðsett hótel sem henta pörum í 1-3 vikur. Ef flugin henta ekki þá bjóðum við einnig upp á ferðirnar án flugs.

Orlando

UNIVERSAL ROYAL PACIFIC

UNIVERSAL ROYAL PACIFIC

Royal Pacific Resort er 4* hótel sem er með 4,5 af 5 í einkunn á Tripadvisor.com. Hótelið er í Karabískum stíl og er mjög vel staðsett miðsvæðis í Orlando örstutt frá Universal skemmtigörðunum. Hótelið hentar mjög vel pörum og fjölskyldum sem vilja hafa fjör í kringum sig. Á hótelinu eru fjórir veitingastaðir þ.á.m. Hard Rock Cafe og Amerískur steikarstaður.

ROSEN INN INTERNATIONAL DRIVE

ROSEN INN INTERNATIONAL DRIVE

Vel staðsett vinsælt 3* hótel í göngufæri við fjölda góðra veitingastaða. Mjög stutt frá öllum helstu verslunarmiðstöðum Orlando eins og Mall at Millenia, Florida Mall og Premium Outlets. Einnig er stutt í Universal og Disney garðana. Ókeypis bílastæði við hótelið.

UNIVERSAL SAPPHIRE FALLS

UNIVERSAL SAPPHIRE FALLS

Sapphire Falls Resort er 4* hótel sem er með 4,5 af 5 í einkunn á Tripadvisor.com. Hótelið er í Karabískum stíl og er mjög vel staðsett miðsvæðis í Orlando örstutt frá Universal skemmtigörðunum. Hótelið hentar mjög vel pörum og fjölskyldum. Á hótelinu eru fjórir veitingastaðir þ.á.m. Tapas staður og Karabískur staður.

ROSEN SHINGLE CREEK HOTEL

ROSEN SHINGLE CREEK HOTEL

Frábært 4* hótel á besta stað á International Drive sem fær frábæra dóma. Shingle Creek Golf Club sem hefur verið valinn einn allra besti golfvöllur Orlando er við hliðina á hótelinu og fá farþegar Ameríkuferða 20% afslátt af vallargjöldum. Fjórar sundlaugar og 11 veitingastaðir á hótelinu. Mjög stutt frá öllum helstu verslunarmiðstöðum Orlando eins og Florida Mall. Mall at Millenia og Premium Outlets. Einnig er stutt í Universal og Disney garðana. Ókeypis bílastæði við hótelið fyrir gesti Ameríkuferða og fríar ferðir í Universal garðana.

UNIVERSAL HARD ROCK

UNIVERSAL HARD ROCK

Mjög flott hótel sem er hannað í rokk stíl og tekur á móti gestum í samræmi við það. og nýtískulegt 4* hótel sem er staðsett í göngufæri við Universal skemmtigarðana en einnig er hægt að taka skutlu þangað sem kemur oft yfir daginn og er ókeypis . Hótelið hentar vel pörum eða fjölskyldum með börn. Á hótelinu eru alls 600 herbergi og þar af 29 svítur. Á hótelinu eru 4 veitingastaðir þannig að allir ættu að geta fengið eitthvað við sitt hæfi. Einnig er mikið að veitingastöðum í nágrenninu og margir í göngufæri. 15 mínútna göngutúr til Orlando International Premium Outlets, 6 mínútna akstur er til Mall at Millenia með 250 verslanir og 16 mínútna akstur til Florida Mall sem er stærsta verslunarmiðstöð Orlando.

ROSEN INN AT POINTE

ROSEN INN AT POINTE

Vel staðsett vinsælt 3* hótel í göngufæri við fjölda góðra veitingastaða. Mjög stutt frá öllum helstu verslunarmiðstöðum Orlando eins og Mall at Millenia, Florida Mall og Premium Outlets. Einnig er stutt íUniversal og Disney garðana. Hótelið er einnig mjög vinsælt fyrir golfhópa þar sem margir frábærir golfvellir eru í stuttu akstursfæri vð hótelið. Má þar nefna Shingle Creek GC, Ornage Tree GC, Grande Vista GC, Arnolf Palmer Bayhill og Grand Cypress Golf. Einnig eru ókeypis bílasæði við hótelið.

DELTA MARRIOTT CELEBRATION HOTEL

DELTA MARRIOTT CELEBRATION HOTEL

Mjög gott hótel sem nýbúið er að endurnýja að stórum hluta. Mjög stutt frá öllu því helsta í Orlando. 10 mín akstur til Orlando Vineland Premium Outlets, góðir veitingastaðir í göngufæri frá hótelinu. Margir frábærir golfvellir í nágrenninu: Celebration GC, Mystic Dunes GC, Waldorf Astoria GC, Falcon´s Fire GC og Hawks Landing GC. Það er ókeypis skutla sem fer allan daginn á Walt Disney World og Universal Studios. Góðar sundlaugar og sólbaðsaðstaða er á hótelinu. Svokallað Resort fee sem er 25 USD á dag er innifalið í verðinu.