Golfferð til Ameríku

Í Bandaríkjunum eru um helmingur allra golfvalla heims og flestir af bestu völlunum eru staðsettir þar. 25 milljónir manna spila golf í Bandaríkjunum reglulega, enda er þjónustan og aðstaðan einstök. Ef flugin henta ekki þá bjóðum við einnig upp á ferðirnar án flugs.

MISSION INN RESORT & CLUB

MISSION INN RESORT & CLUB

Mjög huggulegt einkarekið "Resort" með Spænsku yfirbragði á 500 ekra svæði. Hótelið er 4* og er með 176 herbergi og er staðsett í mjög fallegu umhverfi um 35 mín akstri frá miðbæ Orlando. Við hótelið eru tveir frábærir 18 holu golfvellir sem eru taldir með þeim betri af öllum þeim aragrúa af golfvöllum sem eru á Orlando svæðinu. Sem dæmi um það hefur Mission Inn fengið 4,5 af 5 mögulegum á Tripadvisor.com Á golfvellinum er hægt að fá golfkennslu gegn gjaldi. Á hótelinu er mjög huggulegt SPA og 5 veitingastaðir með mjög góðum mat og á sanngjörnu verði. Einnig er á hótelinu góð líkamsræktarstöð og ef fólk vill hvíla sig á golfinu þá er hægt er að fá lánaðar veiðistangir og veiða á vatni sem tilheyrir svæðinu.

ROSEN SHINGLE CREEK GOLF

ROSEN SHINGLE CREEK GOLF

Frábært hótel sem fær frábæra dóma á Tripadvisor.com á besta stað á International Drive. Shingle Creek Golf Club sem hefur verið valinn einn allra besti golfvöllur Orlando er við hliðina á hótelinu og er innifalið í pakkanum 6 hringir á vellinum með golfbíl og æfingaboltum. Fjórar sundlaugar og 11 veitingastaðir á hótelinu. Mjög stutt frá öllum helstu verslunarmiðstöðum Orlando eins og Florida Mall. Mall at Millenia og Premium Outlets. Einnig er stutt í Universal og Disney garðana. Ókeypis bílastæði við hótelið fyrir gesti Ameríkuferða og fríar ferðir í Universal garðana.