ROSEN SHINGLE CREEK GOLF
8 dagar
/
7 nætur
·
Verð frá
329000
Brottför
Orlando, Florida
Heimkoma
Orlando, Florida
Um ferðina
Vinsælt 1.500 herbergja hótel með góð fjölskylduherbergi þar sem allt að 4 manna fjölskylda getur gist í herbergi með tveimur 2ja manna rúmum
Shingle Creek Golf Club sem hefur verið valinn einn allra besti golfvöllur Orlando er við hliðina á hótelinu
Frábærlega staðsett á Universal Bulivard rétt hjá Florida Mall
Fjórar upphitaðar sundlaugar og 11 veitingastaðir á hótelinu
Einungis 10 mín. akstur frá flugvellinum
Gott hótel fyrir par sem vill vera 1-3 vikur: hafið samband á info@amerikuferdir.is ef þið viljið vera lengur en eina viku eða ef þið viljið kaupa pakkann án flugs.
Innifalið
+ Flug með Icelandair til og frá Orlando
+ Farangursheimild: 15 kg golfsett, 23 kg ferðataska og 10 kg taska í handfarangri
+ Hótel í 7 nætur
+ 6 golfhringir á Shingle Creek Championship vellinum
+ Golfbíll m.v. tvo í bíl og æfingaboltar fyrir hring
+ Resort fee
+ Frítt wifi á herbergjum og annars staðar á hótelinu
+ Stæði fyrir bílaleigubíl innifalið fyrir gesti Ameríkuferða. Kostar annars 25 USD nóttin
Ekki innifalið
+ Fæði á hótelinu
Ferðaskipulag
Dagur 1
KEFLAVÍK - ORLANDO
Flogið er með beinu flugi celandair frá Keflavík kl. 17.15 og lent í Orlando um 20:35 að staðartíma.
Dagar 2 til 7
ORLANDO - GOLF, VERSLANIR, FJÖR OG DEKUR
Það leiðist engum í paradísinni í Orlando. Það eru margir golfvellir stutt frá hótelinu og einn sá flottasti er á hótelinu og fullt af öðrum út um allt. Stærstu og flottustu skemmtigarðar eru út um allt. Sem gestir á Universal hóteli njjótið þið forgangs í garðana.Einnig er gott bara að slaka á og njóta hitans og sólarinnar í góðri aðstöðu sem er á hótelinu og gera vel við sig í mat og drykk. Einnig eru verslunarmiðstöðvarnar Florída Mall, Mall at Millenia og Orlando Premium Outlets stutt frá hótelinu.
Dagur 8
ORLANDO - KEFLAVÍK
Eftir ævintýraferð er komið að heimför. Flogið er í beinu flugi Icelandair til Keflavíkur kl. 17:55 að staðartíma og lendið þar um kl. 6:15 að morgni næsta dags.
Hafa samband
Brottfarir
8 November 2024
15 November 2024