HÁPUNKTAR VESTURSTRANDARINNAR

Brottför

Seattle, Washington

Heimkoma

Los Angeles, California

Í þessari 12 daga ferð er keyrt suður með vesturströnd Bandaríkjanna. Á stórum hluta ferðarinnar er ekið á hinum svokallala þjóðvegi 1 sem liggur alveg við ströndina þannig að Kyrrahafið er á hægri hönd. Stórborgirnar Seattle, Portland, San Fransisco og LA heimsóttar og helstu staðir og kennileiti skoðuð. Auk þess er komið við í Carmen, Santa Barbara og endað á borg englanna Los Angeles.

Kynnið ykkur ferðaskipulagið hér að neðan þar sem fram kemur hvaða ævintýri bíða hvers dags þessarar sögufrægu ferðar.

Athugið að vegna ólíkra óska með farkost seljum við ferðina án bílaleigubíls.

Verð frá kr. 319.000 á mann miðað við tvo fullorðna án bílaleigubíls.

Við erum að handvelja góð 2-4* hótel á hverjum stað fyrir sig og pössum okkur að velja hótel sem fær góð review á Google Reviews, Trip Advisor og booking.com.

Reglan er að við sendum ykkur ekki á hótel sem við myndum ekki sjálf gista á.

Ef þið eruð ein á ferð eða fleiri en tveir þá endilega hafið samband við okkur og við aðlögum verðið. Það geta allt að fjórir einstaklingar gist í hergbergi sem er með tveimur tvíbreiðum rúmum. Athugið samt að rúmin eru oft ekki eins breið og við eigum að venjast.

Innifalið

+ Flogið er í beinu flugi Icelandair til Seattle

+ Flogið er heim frá Los Angeles í samfelldu flugi Icelandair til Keflavíkur

+ Gisting í tveggja manna herbergi á sérvöldum góðum 2-4* hótelum

+ App á vefsíðu með stafrænni leiðarlýsingu, hótelum og áhugaverðum stöðum sent rafrænt 4-6 vikum fyrir brottför

+ Þjónustunúmer sem hægt er að hringja í allan sólarhringinn

Ekki Innifalið

+ Matur er ekki innifalinn á hótelum

+ Vegna ólíkra óska með farkost seljum við ferðina án bílaleigubíls en getum aðstoðað eftir þörfum

Ferðaskipulag

Dagur 1

KEFLAVÍK -> SEATTLE

Flogið er frá Keflavík í beinu flugi til Seattle með Icelandair og lent í Seattle um 17:40 að staðartíma. Náð er í bílaleigubíllinn á flugvellinum og ekið að hótelinu.

Dagur 2

SEATTLE -> MT. RAINIER -> MT. ST. HELENS -> PORTLAND

Ekið er sem leið liggur til suðurs og fyrsta stopp er Mt. Rainier þjóðgarðurinn sem er einn sá fallegasti á norðurhluta vesturstrandarinnar. Þegar búið er að skoða þjóðgarðinn er ekið yfir Columbia ána og stoppað á St. Helensfjalli sem enn er virkt eldfjall. Þar má sjá þá eyðilegging sem átti sér stað við gos sem varð á árinu 1980. Keyrt er svo áfram til Portland um kvöldið. Akstursvegalengd: 430 KM

Dagur 3

PORTLAND -> OREGON DUNES -> REDWOOD NATIONAL PARK

Í dag er keyrt niður hina mögnuðu strandlengju Oregon þar sem víðáttumikið útsýni og fallegar myndir blasa við ferðalöngum. Friðsæll akstur um síbreytilegt landslagið í gegnum litla bæi sem endurspegla Bandarískt samfelag á þessum slóðum. Akstursvegalengd: 560 KM

Dagur 4

REDWOOD NATIONAL PARK -> EUREKA

Dagurinn byrjar á því að ekið framhjá fornum rússneskum fiskveiðibyggðum sem staðsettar voru á þessum slóðum fyrr á árum. Meðfram veginum eru m.a. risastórir rauðviðir sem eru verndaðir af ríkinu og á þjóðmynjaskrá. Akstursvegalengd: 380 KM

Dagur 5

EUREKA -> SAN FRANCISCO

Ekið er áfram meðfram strandlengju Kaliforníu suður að bænum Mendocino. Bærinn hefur sögulegt gildi og er umlukinn fallegri strandlengju sem gaman er að koma við á áður en haldið er áfram suður til San Fransisco. Vonandi gefst tími til að upplifa þessa mögnuðu borg um kvöldið. Akstursvegalengd: 280 KM

Dagur 6

SAN FRANSISCO

San Fransisco er frábær borg að heimsækja og þar er margt að sjá. Þið ættuð því að geta notið yndislegs dags í skoðunarferð um borgina. Gaman er að koma til staða eins og Union Square, Golden Gate brúna frægu og Fisherman's Wharf þar eru fjöldi veitingastaða og skemmtilegt mannlíf á kvöldin innan um sæljónin sem halda þar til í höfninni. Einnig er mjög gaman að taka bátsferð undir Golden Gate brúna og koma við í Alcatraz-eyjuna alræmdu.

Dagur 7

SAN FRANSISCO - MONTEREY / CARMEL

Í dag er ekið niður til Monterey sem liggur við strönd Kaliforníu. Gaman er að rölta meðfram Fisherman's Wharf við höfnina á Monterey og einnig að labba um Cannery Row götuna þar sem vinsælustu og flottustu hótel á allri strönd Kaliforníu. Keyrt er svo áfram 17-Mile Drive á leiðinni bæjarins Carmel þar sem Clint Eastwood var bæjarstjóri í nokkur ár. Akstursvegalengd: 200 KM

Dagur 8

MONTEREY/CARMEL -> BIG SUR -> CENTRAL COAST

Ekið er suður Pacific Coast þjóðveginum eftir Big Sur skaganum. Á leiðinni er hægt að njóta útsýnisins yfir Kyrrahafið sem hamast við klettana og steinana fyrir neðan. Ef tími er til er gaman að heimsækja Hearst kastala og læra um heillandi sögu þess sem nær 100 ár aftur í tímann. Gist er á hóteli á miðri strönd Kaliforníu. Akstursvegalengd: 390 KM

Dagur 9

CENTRAL COAST -> SANTA BARBARA -> MALIBU -> SANTA MONICA -> LA

Áfram er ekið suður í dag og farið í gegnum Santa Barbara sem liggur við ströndina. Á leiðinni til Los Angeles komum við einnig við á Malibu og Santa Monica sem einnig eru einnig frægir standbæir á þessari frábæru vesturströnd Bandaríkjanna. Gist er í Los Angeles. Akstursvegalengd: 376 KM

Dagur 10

LOS ANGELES

Í dag hvílum við okkur á akstrinum og skoðum þessa frægu borg englanna. Gaman er að skoða Hollywood og Beverly Hills. Það eru mörg söfn í LA sem gaman er að skoða og hálfgerð skylda er að labba Hollywood Walk of Fame þar sem fræga fólkið á sína stjörnu á gangstéttinni. Einnig er gaman að fara á bak við tjöldin í Universal Studios í Hollywood.

Dagur 11

LOS ANGELES -> KEFLAVÍK

Eftir ævintýralega ferð um vesturströnd Bandaríkjanna er komið að heimför. Bílaleigubílnum er skilað á flugvellinum LAX í Los Angeles og flogið heim á samfelldum miða með Icelandair með millilendingu í Seattle. Þið getið slakað á á flugvellinum í Seattle og þurfið ekki að taka töskurnar og tékka ykkur aftur inn því þær fara áfram til Keflavíkur. Lending í Keflavík er áætluð um 6:00 morguninn eftir.

Brottfarir

30 August 2024

9 September 2024

Bóka!

20 September 2024

30 September 2024

Bóka!