SÓLSKINSFYLKIÐ FLORIDA

Brottför

Orlando, Florida

Heimkoma

Orlando, Florida

Í þessari 15 daga ferð er ekið í rólegheitum um dásemdir Flórída. Ekið er alveg niður til Key West sem liggur alveg syðst á Flórída skaganum og er einungis 170 KM norðan við Havana á Kúbu!

Getum aðlagað ferðina að ykkar óskum um dagsetingar og ef flugin henta ekki er hægt að kaupa ferðina án flugs.

Kynnið ykkur ferðaskipulagið hér að neðan þar sem fram kemur hvaða ævintýri bíða hvers dags þessarar sögufrægu ferðar.

Ef þið eruð ein á ferð eða fleiri en tveir þá endilega hafið samband við okkur og við aðlögum verðið. Það geta allt að fjórir einstaklingar gist í hergbergi sem er með tveimur tvíbreiðum rúmum. Athugið samt að rúmin eru oft ekki eins breið og við eigum að venjast.

Innifalið

+ Flogið er í beinu flugi Icelandair til og frá Orlando

+ Gisting í tveggja manna herbergi á sérvöldum hótelum

+ Bílaleigubíll að eigin vali frá Enterprise eða Alamo Car Rental

+ App á vefsíðu með stafrænni leiðarlýsingu, hótelum og áhugaverðum stöðum sent rafrænt 4-6 vikum fyrir brottför

+ Þjónustunúmer sem hægt er að hringja í allan sólarhringinn

Ekki Innifalið

+ Matur er ekki innifalinn á hótelum

Ferðaskipulag

Dagur 1

KEFLAVÍK -> ORLANDO

Flogið er í beinu flugi Icelandair til Orando um kl. 17:00 og lent um kvöldmatarleytið að staðartíma. Náð er í bílinn í afgreiðslu bílaleigunnar á MCO flugvellinum og haldið til hótelsins.

Dagar 2 til 3

ORLANDO

Það leiðist engum í paradísinni í Orlando. Stærstu og flottustu skemmtigarðar eru út um allt. Walt Disney World sem eru m.a. með Epcot Center, Animal Kingdom, Magic Kingdom, Hollywood Studios og marga vatnagarða. Og ekki má gleyma Universal Studios görðunum Islands of Adventure, Volcano Bay og Universal Studios. Einnig er gott bara að slaka á og njóta hitans og sólarinnar við sundlaugarbakkann og gera vel við sig í mat og drykk.

Dagur 4

ORLANDO -> COCOA BEACH

Keyrt er austur til svokallaðrar "Space Coast" Flórída til Cocoa Beach sem oft gengur undir nafninu "Hall of Fame" austurstrandarinnar. Mjög gaman er að koma við á Kennedy Space Center NASA þar sem hægt er að skoða sögu geym flauga og einn af stærstu sjónaukum heims. Einnig er gaman að ganga um hina frægu Cocoa Beach bryggju og njóta verslana, matarins og sjávarloftsins. Heildarakstur: 100 KM

Dagar 5 til 6

COCOA BEACH -> MIAMI

Ekið er niður með A1A veginum þar sem strönd Atlantshafsins er til vinstri handar og appelsínutré á hægri hönd! Gaman er að skoða friðsælar strendur Vero og íburðarmikil eignir á Palm Beach, þar sem frægar amerískar fjölskyldur búa eins og Kennedy, Vanderbilt og Trump. Þegar komið er niður á odda Flórídaskagans sem liggur að tæru vatni og hvítum sandströndum komið þið til sælureitsins - Miami Beach. Gaman er að skoða miðborg Miami og arkitektúrinn þar. Það er engin furða að Miami er staðurinn þar sem frægt fólk alls staðar að úr heiminum kemur til að njóta lífsins. Gott er að slappa af á kaffihúsi, liggja á ströndinni eða versla í hinum heimsfrægu verslunum á Lincoln Street. Akstursvegalengd: 360 KM

Dagur 7

MIAMI -> KEY WEST

Glaumur og gleði Miami er kvatt og keyrt í suður til Key West og komum að stað sem er umkringdur 1.700 eyjum og er kallaður Key Largo. Key Largo er vinsæll ferðamannastaður og er oft kölluð „Höfuðborg köfunar". Besta leiðin til að upplifa það neðansjávar undur sem þar er að finna er að leigja snorkl búnað og skoða neðansjávar lífið og falleg kóralrifin í sjónum. Þegar ekið er yfir Florida Keys virðist sem vegurinn fljóti næstum á brúnum sem spanna 100 mílur alla leið til Key West. Akstursvegalengd: 260 KM

Dagur 8

KEY WEST

Í dag er gott að hvíla aksturinn og eyða deginum í Key West. Key West er ríkt af sögu en þar var heimili Hemingway og þar skrifaði hann sínar vinsælustu bækur. Á Key West er margt skemmtilegt að gera t.d. rölta um bæinn og skoða mannlífið á Duval stræti, heimsækja Key West Shipwreck Museum, fara í ferð með Conch lestinni, fara í gönguferð að syðsta punkti Bandaríkjanna eða njóta kvöldsins á sólarlagshátíðarinnar á Mallory á Square bryggju.

Dagar 9 til 10

KEY WEST -> FORT MYERS

Ekið er sem leið liggur norður Key West í gegnum strönd Everglades þjóðgarðsins sem þekkt er fyrir litla krókódíla "Alligator" sem best er að passa sig á. Í Everglades þjóðgarðinum er að finna fjölbreytt úrval plantna og dýra. Gaman er að stoppa og heimsækja "Miccosukee Indian Village" og halda síðan áfram til Napólí. Napólí var stofnað 1880 þar sem skemmtilegt er að njóta strandarinnar, rölta um sögulegan miðbæinn, kíkja í verslanir eða bara njóta spænska arkitektúrsins sem einkennir bæinn. Eftir viðburðarríkan dag er ekið á hótel inn í Fort Myers . Á Fort Myers er að finna yfir 100 sandrifseyjar og 80 KM af hvítum sandströndum. Þar er eitt mesta úrval heims af skeljum og kuðungum sem gaman er að skoða og taka með heim sem minjagripi. Akstursvegalengd: 472 KM

Dagar 11 til 12

FORT MYERS -> SARASOTA

Í dag er keyrt áfram norður meðfram ströndinni til Sarasota sem er vinsæll strandstaður með fullt af verslunum og miklu mannlífi. Sarasota er einnig heimabær "Ringling Brothers Circus" sem ráku stærsta sirkús Ameríku um aldarmótin 1900 og ferðuðust um öll Bandaríkin með "Stærstu sýningu jarðarinnar". Gaman er að heimsækja safnið þeirra og fræðast meira um sögu sirkuslífsins á árum áður. Gist er tvær nætur á mjög góðu hóteli og Sarasota skoðuð betur eða slakað á í sólinni. Gaman er að eyða deginum með því að leita að skeljum á ströndinni, liggja í sólbaði eða bara að slaka á og njóta lífisins. Akstursvegalengd: 160 KM

Dagur 13

SARASOTA -> ORLANDO

Ekið er í austur á I-4 í gegnum eitt af landbúnaðarsvæðum miðhluta Flórída. Gott er að njóta þess sem eftir er dagsins á sundlaugarbakkanum og borða góðan mat. Akstursvegalengd: 211 KM

Dagur 14

ORLANDO

Í dag er gott að slaka á og njóta alls þess sem Orlando hefur upp á að bjóða eftir viðburðarríka ferð um Florida.

Dagur 15

ORLANDO -> KEFLAVÍK

Eftir ævintýraferð er komið að heimför en flogið er í beinu flugi Icelandair og lent í Keflavík að morgni næsta dags.

Brottfarir

25 October 2024

8 November 2024

Bóka!

8 November 2024

22 November 2024

Bóka!