Los Angeles
Grand Canyon
Bryce Canyon
Antelope Canyon
Las Vegas
San Fransisco
VILLTA VESTRIÐ
15 dagar
/
14 nætur
·
Verð frá
549000
Brottför
Los Angeles, California
Heimkoma
Los Angeles, California
Í þessari 15 daga rútuferð eru allir helstu staðir vesturstrandar Bandaríkjanna skoðaðir í einni ferð. Það má segja að þetta sé veisla fyrir skynjunarvitin þar sem hver hápunkturinn rekur annan. Skoðaðar eru helstu þjóðargersemar Bandaríkjanna eins og Miklagljúfur (Grand Canyon) ásamt fleirum náttúruperlum í nágrenninu eins og Bryce Canyon, Antylope Canyon og Monument Valley.
Einnig eru helstu stórborgir vesturstrandarinnar heimsóttar, Los Angeles, Las Vegas og San Fransisco. Hreint út sagt ógleymanleg ferð !
Hótellisti:
- California - Los Angeles: Hilton Los Angeles Airport
- Arizona - Phoenix: Best Western Plus Executive Residency Phoenix North Happy
- Arizona - Grand Canyon: Yavapai Lodge West
- Arizona - Page: Hyatt Place Page / Lake Powell
- Utah - Bryce Canyon City: Bryce View Lodge
- Nevada - Las Vegas: Luxor Hotel & Casino
- California - Mammoth Lakes: Mammoth Mountain Inn
- California - Modesto: DoubleTree by Hilton Hotel Modesto
- California - San Francisco: Hilton San Francisco Union Square
- California - Santa Maria: Historic Santa Maria Inn
- California - Los Angeles: Hilton Los Angeles Airport
Innifalið
+ Flug á samfelldum miða með Icelandair til og frá Los Angeles
+ Gisting í tveggja manna herbergi á sérvöldum góðum hótelum
+ Morgunmatur innifalinn á tveimur hótelum
+ Þrautreyndur enskumælandi fararstjóri
+ Lúxus rúta með góðu sætabili, hallandi sætum, klósetti og wifi
+ Fararstjórinn raðar fólki í sæti á hverjum degi þannig fáið þið mismunandi sjónarhorn á því sem fyrir augum ber. Einnig er fremsta sætaröðin laus til myndatöku fyrir hvern sem er.
+ Flutningur á töskum til og frá hótelherbergjum
+ Skoðunarferðir og aðgangaseyrir á helstu stöðum leiðarinnar
+ Valkvæðar sérferðir í boði gegn gjaldi
Ferðaskipulag
Dagur 1
KEFLAVÍK -> LOS ANGELES
Flogið er í samfelldu flugi á einum degi og lent á alþjóðaflugvellinum LAX í Los Angeles um kvöldið. Tekin er svo ókeypis "Shuttle Service" rútu sem fer beint á hótelið sem er þar skammt frá. Á hótelinu hittið þið fararstjóra ferðarinnar sem og aðra í hópnum. Gist er á Hilton Los Angeles Airport hotel
Dagur 2
LOS ANGELES -> SAN DIEGO -> LOS ANGELES
Í dag er farið í dagsferð suður til San Diego og þessi fallega borg skoðuð. San Diego er næst stærsta borg Kaliforníu og hún liggur við landamæri Mexíkó. Keyrt er m.a. til Seaport Village sem er mjög heillandi gömul höfn sem er með mörgum frábærum veitingarstöðum og verslunum. Þið hafið svo frjálsan tíma til að skoða San Diego og rútan fer svo seinni partinn aftur til Los Angeles. Ef þið eruð þreytt eftir ferðalagið daginn áður getið þið tekið rólegan og hitt fararstjórann og samferðafólk seinna um daginn eða morguninn eftir þegar farið er frá hótelinu áleiðis til Palm Springs. Gist er aftur á Hilton Los Angeles Airport Hotel
Dagur 3
LOS ANGELES -> PALM SPRINGS -> PHOENIX, ARIZONA
Í dag er keyrt sem leið liggur til til Phoenix í gegnum Palm Springs. Lagt er af stað stundvíslega kl. 8:00 og fólk beðið um að vera komið niður í anddyri hótelsins kl. 7:30. Palm Springs er stundum kallað leikvöllurinn fræga fólksins í Hollywood. Palm Springs er með líflegum miðbæ og skartar einnig frábærum golfvelli við jaðar San Jacinto fjallana. Einnig er stór og mikil stytta af Marilyn Monroe í miðbænum sem gaman er að skoða en hún tók miklu ástfóstri við borgina. Eftir að hafa skoðað Palm Springs munum við keyra í gegnum Indio og inn í Coachella dalinn. Gist er á Best Western Plus Executive Residency Phoenix North Happy Valley hótelinu.
Dagur 4
PHOENIX -> SEDONA -> GRAND CANYON
Í dag er farið um Sonora eyðimörkina sem er ein af fjölbreyttustu eyðimörkum Ameríku. Keyrt er svo áfram til Sedona sem er staðsett í einstöku jarðfræðilegu svæði sem er umkringd einkennilegum rauðum hömrum sem bera nöfn eins og Cathedral og Coffee Pot. Þá keyrum við í gegnum stórkostlegu Oak Creek áður en komið er að Grand Canyon. Tignarlegur Þjóðgarðurinn Grand Canyon (Miklagljúfur) er einn af 7 stórkostlegustu náttúruundrum heims. Stoppað er við austurhluta gljúfursins við skokallað "South Rim" þar sem segja má að sé alger skylda að ganga fram og til baka meðfram gljúfrinu (tekur um klukkustund) og taka myndir í rólegheitum og njóta þessa ótrúlega náttúruundurs. Gist er á Squire Resort at Grand Canyon, Best Western Signature Collection
Dagur 5
GRAND CANYON -> MONUMENT VALLEY -> LAKE POWELL
Hið stórkostlega Grand Canyon er kvatt og ekið áfram til indjánasvæði Navajo og þaðan svo keyrt fram hjá Cameron sem er gamall verslunarbær. Haldið er svo áfram í gegnum indjánafriðland Navajo-þjóðarinnar áður en komið er í Monument Valley þjóðgarðinn. Þar má sjá víðfræga rauða og appelsínugula sandsteinstinda sem rísa upp úr landslaginu. Margir kannast vel við þetta landslag úr gömlu "Viltu vestrunum" sem John Wayne gerði fræga á árum áður. Gist er á Hyatt Place Page
Dagur 6
LAKE POWELL -> KANAB -> BRYCE CANYON
Í dag er ekið að hinni stórkostlega Glen Canyon stífluna sem er næsthæstu steinbogastífla í Bandaríkjunum. Þar má virða fyrir sér ægifagurt útsýnið yfir Powell vatnið, þar sem dögg blátt vatnið speglast á háum rauðum klettaveggjum. Síðan er haldið til Utah sem þekkt fyrir Mórmonasamfélagið sem byggst hefur upp í fylkinu. Ekið er svo í gegnum bæinn Kanab áður en komið er til hins stórkostlega Bryce Canyon. Við mælum eindregið með að ganga niður á botn gljúfursins og taka einstakar myndir af þessu náttúruundri, en vörum jafnframt við því að það er ansi krefjandi ganga, sérstaklega þegar gengið er upp gljúfrið. Um kvöldið, ef veður leyfir, mælum við með að horfa á stjörnuþakið sem er fullt af glitrandi stjörnum. Gist er á Bryce View Lodge
Dagur 7
BRYCE CANYON -> ZION -> LAS VEGAS
Zion er elsti þjóðgarður Utah og er þekktur fyrir ótrúleg gljúfur og stórkostlegt útsýni. Hægt er að feta í slóðir fornra frumbyggja og horfa á gríðarstóra sandsteinskletta sem líta út eins og þeir væru gerðir úr bleikum og rauðum rjóma ! Síðan er ekið í vestur áleiðis til Las Vegas í Nevada sem þarfnast engrar kynningar. Gist er á Luxor Las Vegas - Pyramid Rooms
Dagur 8
LAS VEGAS
Í dag er gott að hvíla sig á akstrinum og njóta lystisemda borgarinnar sem aldrei sefur, Las Vegas. Gaman er að ganga hið fræga Strip götu þar sem iðandi mannlífið og skæru ljósin eru í aðalhlutverki. Ómissandi er að prufa eitt af mörgum spilavítum borgarinnar en eitt af þeim stærri er einmitt staðsett á hótelinu. Í Las Vegas er mikið af heimsklassa veitingastöðum og á hverju kvöldi eru stórstjörnur með tónleika eða viðburði á einhverju af risahótelunum. Gott er að vera búinn að undirbúa sig með að kaupa miða fyrir fram. Gist er á Luxor Las Vegas - Pyramid Rooms
Dagur 9
LAS VEGAS -> DEATH VALLEY -> MAMMOTH MOUNTAIN
Gleðiborgin Las Vegas er kvödd og haldið út í eyðimörkina. Ekið er inn Dauðadal "Death Valley" sem er lægsti staður Bandaríkjanna en þar var mældist hæsta hitastigi sem mælst hefur á jörðinni, hvorki meira né minna en 56.7 °C. Stoppað er í Zabriskie Point til þess að njóta útsýnisins og Furnace Creek Visitor Center þar sem hinn frægi hitamælir stendur. Ekið er svo þvert yfir dalinn upp í Sierra Nevada fjöllin og til fjallabæjarins Mammoth Lakes. Bærinn var þekktur sem gullnámubær snemma á 20. öldinni, en í dag er hann þekktur fyrir frábær skíðasvæði og einstaklega falleg útsýni. Gist er á Mammoth Mountain Inn Hotel
Dagur 10
MAMMOTH LAKES -> YOSEMITE -> MODESTO
Keyrt er norður Tioga veg, sem er hæsti vegur Kaliforníu, og áfram um High Sierra sem endar svo inn í Yosemite þjóðgarðinum. Gaman er að ganga stíg sem liggur niður í botn garðsins þar sem komið er að skemmtilegum fossi. Einnig er gaman að skoða hið ógnarstóra Sequoia Grove tré sem er breiðasta tré jarðar. Yosemite er frábær staður til göngu en þar eru um það bil 800 mílur af gönguleiðum. Gist er á Doubletree by Hilton Modesto Hotel
Dagur 11
MODESTO -> SAN FRANSISCO
Ekið er snemma morguns til San Francisco sem er ein ástsælasta borg Bandaríkjanna. Þegar komið er til San Fransisco er farið í skoðunarferð sem endar svo á hótelinu. Um kvöldið er valfrjáls tími til að kynnast borginni betur. Gist er á Hilton San Francisco Union Square Hotel í miðri borginni
Dagur 12
SAN FRANSISCO -> NAPA VALLEY (Valfrjálst)
San Fransisco er frábær borg að heimsækja og þar er margt að sjá. Gaman er að þvælast um borgina og heimsækja staði eins og Union Square, Golden Gate brúna frægu og Fisherman's Wharf þar sem hefur fjöldi veitingastaða og skemmtilegt mannlíf á kvöldin innan um sæljóni sem halda þar til í höfninni. Einnig er mjög gaman að taka bátsferð undir Golden Gate brúna og koma jafnvel við í Alcatraz-eyjuna alræmdu. Fyrir þá sem langar að versla þá er Union Square með frábært úrval af alls konar verslunum sem er steinsnar frá hótelinu. Einnig er í boði skoðunarferð (gegn aukagjaldi) til Napa Valley sem er norður af San Francisco og er frægur fyrir einstaklega góð vín og frábær víngerðarhús eins og Domaine, Beringer, Sterling svo einhverjar séu nefndar. Mjög gaman er að fara í vínsmökkun í þessum frábæru víngerðarhúsum þar sem aðstaðan er til fyrirmyndar. Gist er á Hilton San Francisco Union Square Hotel
Dagur 13
SAN FRANSISCO -> MONTEREY/CARMEL BAY -> CENTRAL COAST
Ekið er suður meðfram þjóðvegi 1 til Monterey þar sem stórkostlegt útsýni af Kyrrahafsströndinni er á hægri hönd. Í Monterey er gaman að skoða Old Fisherman's Wharf í miðbænum. Einnig er gaman að skoða Cannery Row hverfið við sjávarsíðuna þar sem John Steinbeck fékk innblástur fyrir skáldsögu sína sem ber nafn hverfisins. Eftir það er hinn fallegi smábær Carmel skoðaður, en þar var Clint Eastwood borgarstjóri í þónokkur ár. Þaðan er ekið hinn spennandi veg frá Pacific Grove til Pebble Beach. Gist er á Historic Santa Maria Inn Hotel
Dagur 14
CENTRAL COAST -> SANTA BARBARA -> SANTA MONICA -> LA
Í dag er ekið suður um Santa Ynez dalinn til borgarinnar frægu Santa Barbara sem oft er nefnd "Ameríska Rivíeran" enda liggja göngustígar með pálmatóðri að hvítum sandströndum. Haldið er svo áfram á leið til Los Angeles þar sem keyrt er um borgina og allir helstu staðir borgarinnar skoðaðir. Komið er við í Hollywood, hluta af Beverly Hills og Century City áður en komið er til Santa Monica við endamark þjóðvegar 66. Í Santa Monica búa margir af frægustu leikurum og leikstjórum Hollywood. Gist er á Hilton Los Angeles Airport Hotel
Dagur 15
LOS ANGELES -> KEFLAVÍK
Eftir eftirminnilega ferð um helstu þjóðgarða og borgir vesturstrandar Bandaríkjanna er haldið heim á leið. Flogið er frá LAX alþjóðaflugvellinum í Los Angeles í samfelldu flugi og lent í Keflavík að morgni næsta dags.