Ævintýraheimur fjölskyldunnar!

Universal hótel ásamt skemmtigörðunum Universal Studios, Volcano Bay og Island of Advenure. Ef flugin henta ekki þá bjóðum við einnig upp á ferðirnar án flugs.

Universal hótelin eru sérhönnuð fyrir fjölskyldur

UNIVERSAL AVENTURA HOTEL

UNIVERSAL AVENTURA HOTEL

Mjög gott og nýtískulegt 4* hótel sem er staðsett í göngufæri við Universal skemmtigarðana. Hótelið hentar vel pörum eða fjölskyldum með eldri börn. Á hótelinu eru alls 600 herbergi og þar af 11 svítur. Á efstu hæð hótelsins er skemmtilegur bar þar sem hægt er að fá mat og drykki og frábært útsýni í allar áttir yfir Orlando, alla Universal skemmtigarðana og svo er hægt að sjá daglega flugeldasýningu Disney á kvöldin. Á hótelinu eru nokkrir veitingastaðir þar sem hver getur valið fyrir sig en allir setið saman.

UNIVERSAL ROYAL PACIFIC

UNIVERSAL ROYAL PACIFIC

Royal Pacific Resort er 4* hótel sem er með 4,5 af 5 í einkunn á Tripadvisor.com. Hótelið er í Karabískum stíl og er mjög vel staðsett miðsvæðis í Orlando örstutt frá Universal skemmtigörðunum. Hótelið hentar mjög vel pörum og fjölskyldum sem vilja hafa fjör í kringum sig. Á hótelinu eru fjórir veitingastaðir þ.á.m. Hard Rock Cafe og Amerískur steikarstaður.

UNIVERSAL ENDLESS SUMMER

UNIVERSAL ENDLESS SUMMER

Universal Endless Summer eru í raun tvö 3* systurhótel sem heita Dockside Inn & Suites og Surfside Inn & Suites. Hótelin voru tekin í notkun á árunum 2019 og 2020 og eru því nánast ný. Heildarherbergjafjöldi á hótelunum er yfir 2.000 herbergi og um helmingur er með 2ja herbergja fjölskylduherbergjum sem rúmar allt að 6 manna fjölskyldu. Hótelin fá frábæra dóma hjá Tripadvisor eða 4 af 5 mögulegum og henta mjög vel fyrir fjölskyldur á öllum aldri. Mikið af veitingastöðum á hótelinu og í stuttu göngufæri frá hótelinu. Ókeypis rútur sem fara oft á dag í Universal skemmtigarðana.

UNIVERSAL SAPPHIRE FALLS

UNIVERSAL SAPPHIRE FALLS

Sapphire Falls Resort er 4* hótel sem er með 4,5 af 5 í einkunn á Tripadvisor.com. Hótelið er í Karabískum stíl og er mjög vel staðsett miðsvæðis í Orlando örstutt frá Universal skemmtigörðunum. Hótelið hentar mjög vel pörum og fjölskyldum. Á hótelinu eru fjórir veitingastaðir þ.á.m. Tapas staður og Karabískur staður.

UNIVERSAL CABANA BAY

UNIVERSAL CABANA BAY

Universal Cabana Bay er 3* hótel í "Retro" stíl sem var opnað á árinu 2014 og hefur alls 2.200 herbergi af ýmsum stærðum og gerðum. Hótelið hentar mjög vel fyrir fjölskyldur á öllum aldri. Hótelið er staðsett í göngufæri við Universal garðana en einnig er boðið upp á ókeypis ferðir í garðana og gestir hótelsins geta farið klukkustund fyrir opnun í Universal garðana. Á hótelinu eru 7 veitingastaðir og mjög góð sundlaugaraðstaða. Einnig er á hótelinu keiluhöll og ókeypis líkamsrætaraðstaða.

UNIVERSAL HARD ROCK

UNIVERSAL HARD ROCK

Mjög flott hótel sem er hannað í rokk stíl og tekur á móti gestum í samræmi við það. og nýtískulegt 4* hótel sem er staðsett í göngufæri við Universal skemmtigarðana en einnig er hægt að taka skutlu þangað sem kemur oft yfir daginn og er ókeypis . Hótelið hentar vel pörum eða fjölskyldum með börn. Á hótelinu eru alls 600 herbergi og þar af 29 svítur. Á hótelinu eru 4 veitingastaðir þannig að allir ættu að geta fengið eitthvað við sitt hæfi. Einnig er mikið að veitingastöðum í nágrenninu og margir í göngufæri. 15 mínútna göngutúr til Orlando International Premium Outlets, 6 mínútna akstur er til Mall at Millenia með 250 verslanir og 16 mínútna akstur til Florida Mall sem er stærsta verslunarmiðstöð Orlando.

Universal skemmtigarðarnir

UNIVERSAL STUDIOS

UNIVERSAL STUDIOS

Skemmtigarðurinn byggir á kvikmyndum og er ævintýri fyrir börn á öllum aldri: The Wizarding World of Harry Potter™ Diagon Alley™ Despicable Me Minion Mayhem™ Harry Potter and the Escape from Gringotts™ Revenge of the Mummy™

VOLCANO BAY

VOLCANO BAY

"Eldfjallaflóinn" er frábær vatnsrennibrautargarður þar sem hægt er að eyða öllum deginum í alls kyns rennibrautir og annað skemmtilegt í þessari vatnaparadís.

ISLAND OF ADVENURE

ISLAND OF ADVENURE

Universal ævintýraeyjan er frábær skemmtigarður með alls kyns ævintýrum og rússibönum sem tengjast kvikmyndaiðnaðinum: Jurassic Park, Harry Potter, Spiderman, The Cat in the Hat, King Kong ofl.